Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 164
163
get ég ekki þróað og varið fullburða kenningar um réttlæti og siðferðilega
rangar athafnir í þessum kafla. En hvað er þá hægt að gera?
Eins og gefið var til kynna í upphafi þá er það mikilvægt verkefni fyrir
kenningu um kúgun að skýra þau tengsl milli hópa og ranglætis sem kúgun
hópa byggir á. Í því sem á eftir fer mun ég einblína á þessi tengsl í kerfis-
lægu samhengi fremur en einstaklingssamhengi í því skyni að skilja ras-
isma, kvenfyrirlitningu og fleira af sama meiði. Auðvitað verður umfjöllun
mín ekki „hlutlaus“ hvað varðar mismunandi hugmyndir um réttlæti. Í
bakgrunninum mun hvíla víðtækt lýðræðis-, jafnréttis- og efnishyggju-
sjónarmið, en það verður ekki sérstaklega útskýrt eða gert að áhersluatriði
í umræðunni.21 Eflaust má finna tilteknar hugmyndir um réttlæti sem
gæfu óviðunandi niðurstöður samkvæmt öllum mælikvörðum ef þær væru
mátaðar inn í kenningu mína. Markmið mitt á þessu stigi er hins vegar
aðeins að komast eitthvað áfram með að skilja hvernig kenning um kerfis-
læga kúgun getur mætt því að fólk tilheyri mörgum ólíkum hópum, án
þess að verða að einstaklingshyggjukenningu þar sem gerð er grein fyrir
kúgun út frá ætlunum geranda (eða gerenda). ég verð ánægð ef mér tekst
að draga upp ramma fyrir frjóar umræður um hina mismunandi þætti og
samspil þeirra.22
21 Það kann að vera gagnlegt að gera ljósar ákveðnar bakgrunnsforsendur sem munu
halda áfram að leiða umræðuna. Í fyrsta lagi á ranglæti sér ekki aðeins stað í rétt-
arsölum og stjórnarráðum heldur í kirkjum, fjölskyldum og innan annarra menn-
ingarhefða. Þó að skilningur á réttlæti og kúgun þurfi að miðast við merkingarbæra
notkun orðsins „hópur“ þurfum við í öðru lagi að forðast alhæfingar um viðhorf,
reynslu og félagslega stöðu þeirra sem tilheyra hópunum. Í þriðja lagi eru hinir
undirskipuðu ekki aðgerðarlaus fórnarlömb kúgunar, né eru hinir yfirskipuðu að
fullu leyti gerendur. Samfélagið úthlutar yfir- og undirskipuðum hlutverkum til
beggja hópanna og hóparnir semja um þau og breyta þeim. Samt eru sum hlutverkin
meira valdeflandi en önnur. Í fjórða lagi er ekki hægt að skýra kúgun eingöngu (eða
aðallega) með því að vísa til einhvers eins þáttar, eins og viðhorfa eða sálfræðilegra
eiginleika félagslegra hópa, efnahagsafla, pólitískrar gerðar samfélagsins, menn-
ingar. Í fimmta lagi felast ranglæti og rangindi kerfislægrar kúgunar ekki eingöngu
í ranglátri dreifingu gæða, tækifæra og þess háttar heldur í ójöfnum félagslegum
samböndum, það er í stigveldisdreifðum skyldum og væntingum. Sjá Elizabeth S.
Anderson, „What is The Point of Equality?“, Ethics 2/1999, bls. 287–337; iris
Marion young, Justice and the Politics of Difference, Princeton: Princeton University
Press, 1990, 1. kafla.
22 Hvað varðar aðferðafræðina tel ég leitina að gagndæmum við kenningu sem sett
hefur verið fram gagnlega til skilnings á viðkomandi fyrirbæri, jafnvel þótt þau sýni
að kenningin í þessari mynd fær ekki staðist. Vænta má að kenning um réttlæti,
sem gæti ekki náð yfir vítt svið fyrirbæra sem telja mætti kúgandi, væri fyrir vikið
ófullnægjandi. Sumir hafa haldið því fram að kenning Rawls um réttlæti sé ófull-
KÚGUN: RASÍSK oG öNNUR