Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 165
164
Hvað er það þá sem gerir ákveðið tilvik af kerfislægri kúgun að „kúgun
hópa“, svo sem kynþáttakúgun, kynjakúgun eða stéttakúgun? ég lít svo á
að þessi spurning skiptist í tvennt. Annars vegar snýst hún um að ákvarða
hvort um sé að ræða kúgun: hvort um sé að ræða misskiptingu valds sem
orsakar óréttmætan skaða. Hér þarf að reiða sig á bitastæða réttlætiskenn-
ingu. Hins vegar þarf að meta hvort og hvernig ranglætið felst í því að
tilheyra tilteknum hópi. Í mörgum tilfellum má í það minnsta með grein-
ingu sjá mun á þeirri staðreynd að eitthvað sé ranglátt og þeirri staðreynd
að ranglætið sé sérstaklega tengt kynþætti eða kyni.23 Það er þessi seinni
spurning sem við snúum okkur nú að.
Fljótt á litið virðist málið einfalt: kynjakúgun er ranglæti sem bein-
ist að konum; kynþáttakúgun er ranglæti sem beinist að þeim sem eru
af kynþáttum sem eru í minnihluta. En hvernig eigum við að skilja þessa
hugmynd um að „beinast að“?
Margar hugmyndir koma til greina: kannski veltur það hvort eitthvað
skuli teljast kynþáttabundið ranglæti einfaldlega á því hver verður fyrir því;
hefur það áhrif á næstum alla meðlimi tiltekins kynþáttar í ákveðnu sam-
hengi og næstum aðeins þá? Þetta getur ekki verið rétt, að minnsta kosti
ekki í þessari einföldu útfærslu. Það má finna aðstæður þar sem svo til allir
sem hafa orðið fyrir tilteknu ranglæti hafa tilheyrt sama kynþætti án þess
að við teldum það kynþáttabundið ranglæti. Til dæmis gæti japanskt fyrir-
tæki með eingöngu japanska starfsmenn arðrænt starfsmennina en það
dygði ekki til að gera það að kynþáttabundnu ranglæti.24
Að því gefnu að einstaklingur tilheyri alltaf mörgum hópum sem skar-
ast þá er það ennfremur svo að jafnvel þegar eitthvað hefur slæm áhrif á
tiltekinn hóp þá er ekki alltaf ljóst undir merkjum hvaða hóps það er sem
viðkomandi verður fyrir ranglæti. Síðan á áttunda áratugnum hafa sósíal-
ískir femínistar til dæmis leitt að því rök að stéttakúgun og kynjakúgun
skuli ekki skoðast sem tvö sjálfstæð kerfi með aðskilin orsaka- og skýr-
nægjandi einmitt af þessari ástæðu, t.d. G.A. Cohen, „Where The Action is: on
The Site of distributive Justice“, Philosophy and Public Affairs 1/1997, bls. 3–30.
23 ég held því opnu hvort til séu rangindi sem í eðli sínu eru kynþátta- eða kynbund-
in, þar sem það sem gerir athöfnina ranga eða kerfið ranglátt verður ekki aðskilið
frá kynþátta- eða kynbundinni merkingu þess. Hatursglæpir gætu verið dæmi um
slíkt.
24 Jafnvel þótt þetta sé yfirleitt satt þá er það ekki tryggt, því ef fyrirtækið reiddi sig
á sérstakar japanskar venjur eða hegðun til að arðræna starfsmennina þá gæti það
talist til þjóðerniskúgunar. ég þakka Roxanne Fay fyrir að benda á þetta.
SALLy HASLANGER