Peningamál - 01.11.2002, Side 19

Peningamál - 01.11.2002, Side 19
vaxta í kjölfar vaxtalækkana Seðlabankans. Frá mánaðarmótum júlí og ágúst til loka október hækkaði þingvísitala aðallista í Kauphöll Íslands um 3-4%. Afkoma ríkissjóðs janúar til september var verri en fyrir ári og verður líklega lakari á árinu öllu Afkoma ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins var mun verri en á sama tíma í fyrra. Innheimtar tekjur voru 6,2% hærri, en einungis 3,7% hærri ef horft er fram hjá tekjum af sölu 20% hlutar í Landsbanka Íslands hf í sumar. Útgjöld hækkuðu aftur á móti um 11,6% á sama tíma og um 12% ef vöxtum er sleppt, en vaxtagreiðslur koma gjarnan í stórum skömmtum við innlausn spariskírteina. Greidd gjöld umfram tekjuinnheimtu voru um 7 ma.kr. til septemberloka í fyrra, en eru nú ríflega 16 ma.kr. og nær 20 ma.kr. ef ekki hefði komið inn hagnaður af sölu á hlutabréfum Landsbanka Íslands hf. í sumar. Ríkissjóður hefur hins vegar notið mun meiri inngreiðslna af veittum lánum og eignasölu á þessu ári en í fyrra, þannig að minna munar á hreinni lánsfjárþörf. Miðað við þróun tekna og gjalda innan ársins 2002 virðist afkoman tæpast geta orðið jafn góð og í fyrra. Vöxtur útgjalda milli ára í greiðslutölunum virðist nokkuð mikill og ólíklegt að nægar viðbótar- tekjur innheimtist umfram fjárlög til að vega þar á móti. Einkum á þetta við um tekjuskatt einstaklinga. Samkvæmt fjárlögum og fjáraukalagafrumvarpi átti innheimta tekjuskatts að aukast um 17% milli ára, en það sem af er ári er hækkunin tæp 10%. Útgjöld heil- brigðisráðuneytisins virðast einnig stefna verulega fram úr áætlunum. Áætlanir um hækkun tekjuskatts á næsta ári virðast í bjartsýnni kantinum en aðrar skatttekjur hækka nokkuð í samræmi við hækkun skattstofna samkvæmt þjóðhagsspám. Veilur á þessu ári gætu því auðveldlega boðað veikari stöðu ríkisfjármálanna á því næsta. Skattalækkanir og ný útgjaldatilefni (fæðingarorlof, barnabætur og í heilbrigðiskerfi) hafa á undanförnum misserum saxað verulega á þá styrk- ingu sem varð á ríkisfjármálunum á síðasta áratug. Samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga fyrir 2002 fara tekjur rúm 2% fram úr fjárlögum og útgjöld tæp 3%, en afkoma verður svipuð og stefnt var að, eða um 17 ma.kr. Þessi tekjuafkoma er aðeins lægri en lagt var upp með á fjárlögum. Tekjur af eignasölu munu a.m.k. nálgast 20 ma.kr., eins og gert er ráð fyrir í fjárlögum og frumvörpum sem lögð voru fram í haust. Þær eru ekki eiginlegar tekjur heldur eignahreyfing. Peninga- legur hagur ríkissjóðs af sölunni fer eftir því hvort vaxtasparnaður af lánum sem greidd eru upp með andvirðinu vegur þyngra en arður sem ella myndi 18 PENINGAMÁL 2002/4 Tafla 1 Tekjur og gjöld ríkissjóðs 2001-2003 % br. frá Frum- % br. frá Fjárlög Áætlun1 fjárlögum varp áætl. 2002 Milljarðar króna 2001 2002 2002 2002 2003 2003 Tekjur........................................................... 237,4 257,9 263,6 2,2 264,0 0,2 Gjöld............................................................ 228,7 239,4 246,4 2,9 253,3 2,8 Tekjuafgangur.............................................. 8,6 18,5 17,2 . 10,7 . Tekjur án eignasölu ..................................... 236,7 242,4 249,1 2,8 255,5 2,5 Endurmetin gjöld 2 ...................................... 229,8 240,8 247,9 3,0 255,3 3,0 Endurmetin afkoma 3 .................................. 6,5 1,6 1,2 . 0,2 . % af VLF Tekjur án eignasölu ..................................... 31,8 30,8 31,7 . 31,3 . Endurmetin gjöld......................................... 30,9 30,6 31,5 . 31,3 . Endurmetin afkoma ..................................... 0,9 0,2 0,2 . 0,0 . 1. Fjárlög og fjáraukalagafrumvarp. 2. Skattaafskriftir og lífeyrisskuldbindingar færðar í átt til langtímameðaltals. 3. Tekjur án eignasölu umfram endurmetin gjöld.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.