Peningamál - 01.11.2002, Síða 30

Peningamál - 01.11.2002, Síða 30
Stefnan í peningamálum Forsendur eru að óbreyttu fyrir frekari lækkun Seðlabankavaxta Vaxtalækkanir Seðlabankans á síðasta ársfjórðungi voru byggðar á greiningu og verðbólguspá sem bank- inn setti fram í síðustu Peningamálum. Spáin benti til ört hjaðnandi verðbólgu og aukins slaka í hagkerfinu. Þróunin hefur hingað til staðfest þessa greiningu, eins og fram hefur komið í þessum kafla. Raunstýrivextir Seðlabankans voru í lok október um eða yfir 4%, eftir því hvaða mælikvarða á verð- bólguvæntingar og horfur er miðað við. Það er í efri mörkum þess sem bankinn telur að gætu verið jafn- vægisraunvextir Seðlabankans. Með jafnvægisraun- vöxtum er átt við raunvexti sem hæfa þegar verð- bólga er stöðug og hvorki ríkir spenna né slaki í hag- kerfinu. Mat á jafnvægisraunvöxtum er hins vegar háð mikilli óvissu, bæði aðferðafræðilegri og vegna þess að jafnægisraunvextir eru ekki fasti, heldur breytileg stærð sem ræðst t.d. af mjög svo óvissum framtíðarvexti framleiðslugetu. Ef reiknað er með að vöxtur framleiðslugetu hér á landi sé í kringum 3% og tekið mið af sögulegu samhengi vaxta og hag- vaxtar hjá öðrum löndum má færa fyrir því rök að jafnvægisraunvextir hér á landi gætu legið á bilinu 3-4% en þó nær neðri mörkunum en þeim efri. Raun- stýrivextir Seðlabankans í lok október voru sam- kvæmt því eitthvað fyrir ofan hlutlausa stöðu. Rétt er að árétta að mat á jafnvægisraunvöxtum setur ekki hömlur á vaxtaákvarðanir Seðlabankans hverju sinni. Markmið Seðlabankans er ekki að halda stýrivöxtum sem næst jafnvægisvöxtum heldur að sjá til þess að þeir séu hæfilegir til þess að verðbólga verði sem næst markmiði bankans u.þ.b. tvö ár fram í tímann. Ekkert er því til fyrirstöðu að raunstýri- vextir bankans fari niður fyrir jafnvægisstöðu þegar horfur er á að verðbólga verði á eða fyrir neðan markmið bankans og slaki er í hagkerfinu eða séu hærri þegar hætta er á of mikilli verðbólgu. Vaxta- ákvarðanir eru stöðug leit að vöxtum sem hæfa efna- hagsaðstæðum hverju sinni. Að endingu munu jafn- vægisraunvextirnir finnast sem niðurstaða vaxta- ákvarðana yfir langt tímabil. Vaxtaákvarðanir seðla- banka eru alltaf teknar við skilyrði óvissu bæði um jafnvægisraunvexti og ástand og horfur í efna- hagsmálum. Óvissan er meginskýring þess að seðla- bankar breyta almennt vöxtum í mörgum smáum skrefum en ekki fáum og stórum.13 Þjóðhags- og verðbólguspár sem kynntar eru hér að framan og ofangreint mat á aðhaldsstigi peningastefnunnar benda til þess að forsendur verði fyrir frekari lækkun vaxta Seðlabankans á næstunni. Eins og alltaf er það þó háð því hvort framvindan staðfestir greininguna. Peningastefnan mun ekki taka tillit til stóriðjufram- kvæmda fyrr en þær hafa verið ákveðnar Allar aðstæður munu gjörbreytast ef stóriðjufram- kvæmdir hefjast á næsta ári. Enda þótt líkur á því séu töluverðar telur Seðlabankinn ekki að tilefni sé til þess að taka tillit til þeirra við vaxtaákvarðanir enn sem komið er. Seðlabankinn gæti brugðist við hugsanlegum virkjana- og stóriðjuframkvæmdum með þrennum hætti. Í fyrsta lagi gæti bankinn, eins og hann hefur gert til þessa, gengið út frá því að af þeim verði ekki þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir. Í öðru lagi gæti bankinn, telji hann miklar líkur á að af framkvæmd- um verði, þegar farið að haga vaxtaákvörðunum í samræmi við það mat. Í þriðja lagi gæti bankinn farið bil beggja með því að taka mið af tvenns konar spám, með og án stóriðjuframkvæmda, en gefa þeim vægi í samræmi við þær líkur sem hann telur að séu á hvorum möguleika. Í því tilfelli yrðu ákvarðanir í vaxtamálum augljóslega alltaf rangar, hvort heldur sem af framkvæmdum yrði eða ekki. Ef ekki yrði af stóriðjuframkvæmdum yrði peningastefnan of að- haldssöm og öfugt ef af þeim yrði. Í þessu sambandi þarf að hafa þrennt í huga varðandi mótun peningastefnunnar. Í fyrsta lagi að nokkur tími mun líða frá ákvörðun um stóriðjufram- kvæmdir þar til umsvif verða veruleg og enn lengri tími líður þar til áhrifin koma fram að fullum þunga í eftirspurn og verðbólgu. Í öðru lagi að tímatafir eru í virkni peningastefnunnar. Í þriðja lagi að peninga- stefna er í eðli sínu nokkuð sveigjanleg í ljósi breyti- legra aðstæðna, þar sem hægt er að hækka vexti hratt ef á þarf að halda. Samantekið er niðurstaðan af þessu að almennt sé eðlilegra að miða við það sem fyrir liggur við mótun peningastefnunnar, jafnvel þótt nokkrar líkur séu á miklum veðrabrigðum fram- undan. Það eru viðbótarröksemd fyrir þessari stefnu PENINGAMÁL 2002/4 29 13. Nánar er fjallað um óvissu og vaxtaákvarðanir seðlabanka í erindi Más Guðmundssonar sem birt er í þessu riti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.