Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 31

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 31
nú að verði ekki af framkvæmdum má gera ráð fyrir nokkurri lægð í þjóðarbúskapnum á næsta ári. Verði ytri skilyrði þjóðarbúsins lakari en gengið er út frá í spánni hér að framan gæti slakinn orðið enn meiri en spáð er. Tæki peningastefnan mið af framkvæmdum sem ekki verður af gæti það leitt til óæskilegs sam- dráttar. Þótt vextir yrðu lækkaðir hratt er óvíst er að virkni peningastefnunnar sé jafn skjót til örvunar þegar þjóðarbúskapurinn er í mikilli lægð eins og hún er til aðhalds á ofþenslutímum. Í ljósi framan- sagðs er eðlilegt að miða peningastefnuna við að ekki verði af stóriðjuframkvæmdum fyrr en ákvörðun um þær liggur fyrir. Um leið og ákvörðun liggur fyrir má hins vegar búast við að peningastefnan taki mjög fljótt mið af breyttum horfum með hærri vöxtum en ella. 30 PENINGAMÁL 2002/4 Einn mikilvægasti farvegur áhrifa peningastefnunnar í litlu, opnu hagkerfi eins og hinu íslenska er í gegnum áhrif á gengi innlends gjaldmiðils. Með því að hækka stýrivexti sína getur Seðlabankinn stuðlað að því að gera innlend skuldabréf vænlegri en ella, sem eykur eftirspurn eftir þeim, en hún eykur aftur eftirspurn eftir krónum og leiðir þannig til tímabundinnar gengis- styrkingar að öðru óbreyttu. Slík gengishækkun veldur tímabundinni hækkun raungengis sem aftur veikir samkeppnisstöðu innlendra samkeppnis- og útflutn- ingsatvinnugreina og dregur úr innlendri eftirspurn. Þar að auki dregur gengishækkunin úr hækkun inn- flutningsverðlags sem hefur bein áhrif á innlenda verð- lagsþróun. Þannig minnka innlend framleiðsluspenna og verðbólguþrýstingur. Peningastefnan er hins vegar aðeins einn áhrifa- þáttur gengisþróunar þar sem aðrir markaðsþættir og væntingar fjárfesta skipta miklu, og oft meira, máli. Af þeim sökum hefur oft reynst erfitt að meta áhrifin og tímasetningu þeirra. Ein leið sem oft er notuð til að meta þessi áhrif er að notast við margvíð tímaraðalíkön þar sem reynt er að einangra áhrif stýrivaxtabreytinga á gengi gjaldmiðla. Niðurstöður slíkra rannsókna benda til að áhrif vaxtabreytinga seðlabanka séu yfir- leitt í þá átt sem fræðileg greining bendir til en að þau komi oft fram á lengri tíma en vænta mætti fyrirfram. Sambærileg greining er gerð í grein Þórarins G. Péturs- sonar í Peningamálum 2001/4.1 Þar kemur í ljós að áhrif stýrivaxtabreytinga Seðlabankans á gengi krón- unnar næstu ársfjórðunga séu tiltölulega lítil og að tímasetning þeirra sé í samræmi við sambærilegar alþjóðlegar rannsóknir. Þrátt fyrir tiltölulega lítil áhrif peningastefnunnar á gengi krónunnar til lengri tíma litið, geta skammtíma- áhrifin verið nokkur. Ein leið til að kanna það er að taka þá daga sem Seðlabankinn hefur breytt stýri- vöxtum og meta með tölfræðilegum aðferðum hvaða áhrif það hafði á gengi krónunnar næstu daga þar á eftir. Eftirfarandi tölfræðisamband er því metið (100/k)(log st+k – log st) = αk + βkxt + εkt þar sem st er gengisvísitala íslensku krónunnar gagn- vart erlendum gjaldmiðlum á degi t, xt er stýrivaxta- breyting seðlabankans á degi t, k er fjöldi viðskipta- daga eftir stýrivaxtabreytinguna, εkt er óháð og sam- dreifin hending og αk og βk eru stikar sem á að meta. Til að kanna áhrif stýrivaxtabreytinga á gengi krónunnar var notast við gögn frá 18. nóvember 1997 en þá var fyrsta vaxtabreyting Seðlabankans frá því að innlendur gjaldeyrismarkaður var endurskipulagður, 8. júlí það ár. Frá þeim tíma hefur Seðlabankinn átján sinnum breytt stýrivöxtum sínum. Fjöldi mælinga er því lítill, auk þess sem umtalsverðar kerfisbreytingar hafa átt sér stað á tímabilinu, t.d. á aðkomu Seðla- bankans að gjaldeyrismarkaðinum og á ramma pen- ingastefnunnar. Þessar niðurstöður þarf því að túlka varlega. Stýrivaxtabreytingar Seðlabankans fara ávallt fram eftir lokun markaða þannig að vaxtabreytingarnar eru mældar þá. Gengisvísitalan er skráð gengi hvers dags, Rammagrein 4 Skammtímasamband stýrivaxtabreytinga og gengisbreytinga 1. Þórarinn G. Pétursson (2001), „Miðlunarferli peningastefnunnar“, Peningamál, 2001/4, 59-74.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.