Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 37

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 37
36 PENINGAMÁL 2002/4 Á heildina litið hafa þjóðhagslegar forsendur fjár- málastöðugleika styrkst frekar frá því á vormánuðum með því að þokast hefur í átt til betra jafnvægis. Aðlögun í þjóðarbúskapnum hefur gengið hraðar fyrir sig en áður var reiknað með og viðskiptahallinn hefur hjaðnað enn hraðar en gert var ráð fyrir í vor. Tiltölulega hagstæðar ytri aðstæður og aðlögun innlendrar eftirspurnar sem að miklu leyti hafa komið fram í mjög snörpum samdrætti innflutnings ollu því að áraun á fjármálakerfið varð minni en ætla mátti í ljósi samdráttar þjóðarútgjalda árin 2001 og 2002. Snörp umskipti í gengi krónunnar á fyrstu mánuðum ársins og tiltölulegur stöðugleiki frá vori skiptu miklu í þessum efnum. Uppsafnaður vandi kann þó að koma fram í dagsljósið síðar og gæti magnast ef ytri aðstæður versna. Hve mikill sá vandi verður ræðst mjög af því hve vel tekst að viðhalda þeim stöðugleika sem áunnist hefur á árinu. Hjöðnun verðbólgunnar hefur dregið úr áhættu sem fjármálakerfinu stafaði af minnkandi greiðslu- getu heimila og fyrirtækja. Eignaverð hefur einnig verið stöðugra en vænta mátti miðað við aðstæður. Verð verslunar- og skrifstofuhúsnæðis hefur þó lækkað umtalsvert og gæti haldið áfram að lækka. Ekki hafa orðið miklar breytingar á stöðu banka og sparisjóða frá síðustu greiningu. Arðsemi stærstu viðskiptabankanna var þó töluvert meiri en stærstu sparisjóðanna á fyrri helmingi þessa árs. Hægt hefur á stækkun efnahagsreiknings lánastofnana á þessu ári. Verulega dró úr útlánaaukningu á fyrstu fjórum mánuðum ársins en frá þeim tíma hefur orðið hæg- fara aukning í útlánum. Gera má ráð fyrir að áhrif verulegrar útlánaaukningar á árunum 1997-2001 séu enn ekki komin fram að öllu leyti að því er varðar vanskil og útlánatap. Lánastofnanir juku framlög á afskriftarreikning útlána nokkuð á þessu ári. Litlar breytingar hafa orðið á eiginfjárhlutfalli viðskipta- bankanna og sex stærstu sparisjóðanna. Verulegar breytingar hafa orðið á eignarhaldi í viðskipta- bönkunum á þessu ári og ríkir enn nokkur óvissa um eignarhald í sparisjóðunum. Í úttekt Seðlabankans um fjármálastöðugleika í Peningamálum 2002/2 var getið um mögulega hættu sem stafaði af óhagstæðri framvindu efnahagsmála og leitt gæti til vítahrings minnkandi ráðstöfunar- tekna, lækkandi fasteignaverðs, rýrnandi veða, minnkandi framboðs lánsfjár og því enn meiri rýrn- unar ráðstöfunarfjár heimilanna. Við núverandi aðstæður virðist fátt geta komið slíkum vítahring af stað annað en umtalsverð áföll í utanríkisviðskiptum, sem hefðu í för með sér gengislækkun, aukna verðbólgu og atvinnuleysi, en slík áföll eru ekki í Stöðugleiki fjármálakerfisins1 Í úttekt Seðlabankans á stöðugleika fjármálakerfisins sem birt var í Peningamálum 2002/2 í maí sl. kom fram að verulega hafði dregið úr ytra ójafnvægi þjóðarbúsins og þjóðhagslegar forsendur fjármála- stöðugleika höfðu því batnað. Þessi þróun hefur í meginatriðum haldið áfram á árinu. Þó má telja að eftirköst liðins ofþensluskeiðs hafi ekki komið fram að öllu leyti og að þau kunni að íþyngja fjármála- kerfinu næstu árin. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 31. október 2002.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.