Peningamál - 01.11.2002, Side 39

Peningamál - 01.11.2002, Side 39
38 PENINGAMÁL 2002/4 tímalána eru tiltölulega hagstæð er líklegt að hægt dragi úr misvægi erlendra skammtímaeigna og -skulda. Gengishækkun krónunnar hefur styrkt efnahags- reikning skuldugra fyrirtækja en gjaldþrotum fjölgar samt Í fyrra varð efnahagur margra fyrirtækja í landinu fyrir umtalsverðum áföllum vegna gengislækkunar krónunnar og má rekja nokkur gjaldþrot að hluta til þeirra sviptinga, enda eru skuldir margra fyrirtækja að verulegu leyti í erlendum gjaldmiðlum. Í ár hafa áhrif gengislækkunarinnar í fyrra gengið til baka að verulegu leyti, eins og glögglega kemur fram í reikn- ingum fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Stór hluti þeirra er að vísu útflutningsfyrirtæki. Því jókst framlegð þeirra á sama tíma og efnahags- reikningur varð fyrir barðinu á gengislækkun krón- unnar og þar með bolmagn þeirra til að standa undir auknum skuldbindingum. Framlegð sjávarútvegs- fyrirtækja varð reyndar meiri í fyrra en áður hefur þekkst, enda afurðaverð á erlendum markaði afar gott, á sama tíma og hækkun erlendra gjaldmiðla skilaði fleiri krónum í tekjur. Á yfirstandandi ári hefur framlegð fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands áfram verið mjög góð og þau hafa skilað umtalsverðri veltuaukningu, eða sem nemur 14,5% á fyrri helmingi ársins. Hagnaður eftir skatta hefur aukist verulega. Staða fyrirtækja í upplýsingatækni, verslun, þjónustu og samgöngum hefur einnig skán- að, en verður þó áfram að teljast fremur veik, enda vegur innanlandsstarfsemi þar þyngra en í sjávar- útvegi og iðnaði. Áætlað er að hagnaður innanlands- greina eftir skatta árið 2002 verði u.þ.b. 6% en hagn- aður útflutningsgreina rúmlega 10%. Gjaldþrot og rekstrarvandi sem upp hafa komið meðal fyrirtækja í verslun og þjónustu eru hins vegar einkum á meðal fyrirtækja sem ekki eru skráð á hlutabréfamarkaði. Samkvæmt könnun Seðlabankans og fjármálaráðu- neytisins í samvinnu við Gallup á væntingum 400 fyrirtækja virðast minni fyrirtækin almennt ekki eins bjartsýn á þróun veltu og hagnaðar á þessu ári og þau stærri.3 Eigi að síður telur einnig meirihluti þeirra að hagnaður og velta aukist. Undantekning eru meðal- stór fyrirtæki með 50-99 starfsmenn, sem telja að veltan verði minni í ár. Fyrirtæki í iðnaði og fram- leiðslu gera ráð fyrir lítils háttar samdrætti í veltu. Að raungildi gera öll fyrirtækin aðeins ráð fyrir lítils háttar veltuaukningu og því líklegt að raunsamdráttur verði hjá töluvert stórum hópi fyrirtækja. Skuldir fyrirtækja hafa aukist hröðum skrefum undanfarin ár, eins og greint hefur verið frá í fyrri úttektum. Í fyrra var skuldasöfnunin sérlega mikil, sem að töluverðu leyti má rekja til gengislækkunar krónunnar. Í lok ársins voru skuldir fyrirtækja við lánakerfið taldar 963 ma.kr., eða því sem næst 130% af landsframleiðslu. Þar af voru erlendar skuldir tæplega helmingur. Lauslega áætlað verða skuldir fyrirtækja í lok yfirstandandi árs nokkru minni í hlut- falli við landsframleiðslu, eða sem nemur u.þ.b. 125%. Þessi umskipti má rekja til hækkunar á gengi krónunnar í ár, en reiknað er með 14% hækkun krón- unnar á árinu í þessu mati, sem jafngildir 12% lækk- un erlendra gjaldmiðla. Til þess að gefa vísbendingu um hvaða þýðingu þetta hefur fyrir afkomu fyrir- tækja má nefna að án gengishækkunar krónunnar hefðu erlendar skuldir þeirra í árslok líklega orðið nálægt 60 ma.kr. meiri og greiðslubyrði (þ.e. vextir og afborganir) nálægt 20 ma.kr. þyngri en ella. Því er ljóst að gengishækkun krónunnar hefur létt umtals- verðri byrði af ýmsum skuldsettum fyrirtækjum. Það kemur þó ekki í veg fyrir að eftirköst skulda- söfnunar síðustu ára birtist í fjölgun gjaldþrota. Fyrstu níu mánuði ársins voru gjaldþrot fyrirtækja þegar orðin álíka mörg og allt árið í fyrra, en þá fjölg- aði þeim einnig verulega. Fjölgun árangurslausra fjárnáma hjá fyrirtækjum bendir til að gjaldþrotum Heimild: Lánstraust hf. og Hagstofa Íslands. 357 248 253 298 361372 317 249 446 412 388 292 241 1990 91 92 93 94 95 96 97 98 99 00 01 02 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 Fjöldi Samtals 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. Gjaldþrot fyrirtækja 1990-2002 Mynd 2 3. Nánar er greint frá niðurstöðum könnunarinnar á bls. 10 í greininni Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.