Peningamál - 01.11.2002, Page 41

Peningamál - 01.11.2002, Page 41
skjalanna þegar svo virtist sem síðbúið framboð íbúðarhúsnæðis væri að verða samstíga við eftir- spurnina. Að auki hafa væntingar heimilanna um framtíðarkaupmátt ráðstöfunartekna líklega batnað umtalsvert eftir að verðbólgan hjaðnaði. Tíma- setningin er að því leyti heppileg að hún dregur úr hættu á snöggri verðlækkun íbúðarhúsnæðis á sama tíma og eftirspurn er að dragast saman, þar sem tíma mun taka fyrir markaðinn að vinna úr þeirri inngjöf sem kom í fyrra. Versnandi atvinnuástand og minni fólksflutningar til höfuðborgarsvæðis ættu þó að flýta fyrir því að jafnvægi náist á ný. Þegar þessi tímabundnu áhrif taka að fjara út er líklegt að þrýstingur myndist til lækkunar íbúðaverðs á ný. Með nokkurn efnahagsbata í sjónmáli og ruðnings- áhrif fyrirhugaðra stórframkvæmda í huga, ef af þeim verður, eru nú horfur á að lækkun verði minni og hægari en mátti gera sér í hugarlund fyrir ári. Hlutfall fjárfestingar í íbúðarhúsnæði er enn tiltölu- lega lágt í sögulegu samhengi, þótt fjárfesting hafi aukist töluvert sl. tvö ár. Því getur vart verið um umtalsverða offjárfestingu í íbúðum að ræða. Verð atvinnuhúsnæðis var á árinu 2000 komið mun fjær sögulegri meðalstöðu en verð íbúðarhús- næðis og var þegar það var hæst u.þ.b. tvisvar sinn- um hærra að raungildi en um miðjan sl. áratug. Því stafar fjármálakerfinu líklega meiri hætta af verð- þróun á þeim markaði, þar sem hugsanleg verðlækk- un gæti orðið meiri og hraðari en á íbúðamarkaðnum. Á þessum markaði hefur þegar orðið umtalsverð verðlækkun, einkum á verslunar- og skrifstofuhús- næði, sem hefur lækkað u.þ.b. um fimmtung að nafn- virði frá hæsta gildi sem mældist á sl. ári. Hér er reyndar oft um illa sambærilegar eignir að ræða sem gera slíkar mælingar óvissar, en tilhneigingin er greinileg. Verð iðnaðarhúsnæðis, sem reyndar hefur sveiflast mjög sl. ár, virðist hins vegar hafa hækkað á ný á þriðja fjórðungi ársins og náð svipaðri hæð og þegar það reis hæst árið 2000. Þrátt fyrir þetta virðist enn talsvert byggt af atvinnuhúsnæði, sbr. umfjöllun hér að framan, enda verðið enn hátt sögulega séð og minni framkvæmdir á öðrum sviðum. Verðþróun á atvinnuhúsnæði er því enn umtalsverður áhættuvald- ur fyrir lánastofnanir. Verð hlutabréfa hefur verið fremur stöðugt, þrátt fyrir mikla lækkun á erlendum mörkuðum Verð hlutabréfa hefur haldist tiltölulega stöðugt frá því í vor, þrátt fyrir að á erlendum mörkuðum hafi orðið mikil verðlækkun á árinu. Í ljósi þess að þessi munur byggist að verulegu leyti á séreinkennum íslenska markaðarins virðist ekki sérstök ástæða til að ætla að íslensk hlutabréf muni fylgja eftir þeirri lækkun sem varð á erlendum mörkuðum. Verð- lækkun sjávarafurða vegna lítillar aukningar einka- neyslu í helstu iðnríkjum gæti þó valdið þrýstingi til lækkunar á verði hlutabréfa sjávarútvegsfyrirtækja, en á móti kemur að enn eru töluverðir möguleikar til hagræðingar fyrir hendi sem veita öflugustu fyrir- tækjunum nokkurt svigrúm til vaxtar. Rekstrarvísbendingar Arðsemi fjármálafyrirtækja var mismunandi … Viðskiptabankarnir6 sýndu flestir ágæta arðsemi7 í sex mánaða uppgjöri þessa árs. Tap varð þó af rekstri Sparisjóðabanka Íslands hf. Af sex stærstu spari- sjóðunum8 sýndi aðeins einn arðsemi fyrir ofan 10% en Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis og Spari- sjóður Hafnarfjarðar sýndu tap og Sparisjóður Kópa- vogs var með 1 m.kr. í hagnað eftir skatta. Þessi fyrir- 40 PENINGAMÁL 2002/4 Heimildir: Fasteignamat ríkisins og Seðlabanki Íslands. 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 60 80 100 120 140 160 180 200 220 1995=100 Raunverð atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu 1995-2002 Mynd 4 Ársfjórðungstölur Stærðarvegið meðaltal samninga Einfalt meðaltal samninga 6. Búnaðarbanki Íslands hf., Íslandsbanki hf., Kaupþing banki hf., Landsbanki Íslands hf. og Sparisjóðabanki Íslands hf. 7. Hreinn hagnaður sem hlutfall af meðaltali eigin fjár í upphafi og lok tímabils að frádregnum hagnaði tímabilsins. Reiknað á ársgrundvelli. 8. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Sparisjóður Hafnarfjarðar, Sparisjóður vélstjóra, Sparisjóðurinn í Keflavík, Sparisjóður Mýra- sýslu og Sparisjóður Kópavogs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.