Peningamál - 01.11.2002, Page 46

Peningamál - 01.11.2002, Page 46
PENINGAMÁL 2002/4 45 útlánum til þeirra var í lok júní ríflega 2,6% og jókst úr 2,4% frá því í lok síðasta árs. Samkvæmt bráða- birgðagögnum frá Seðlabanka Íslands jukust vanskil, þrjátíu daga og eldri, hjá viðskiptabönkunum og sex stærstu sparisjóðunum um 9% frá lokum júní til loka september á þessu ári. Eins og minnst var á hér að framan jukust gjaldþrot og árangurslaus fjárnám fyrirtækja sem og árangurslaus fjárnám einstaklinga í ár og virðist vera áframhald á þeirri þróun. Þessi þróun hefur áhrif á afkomu fjármálafyrir- tækja sem sést best á því að óvaxtaberandi17 útlán sem hlutfall af útlánum hafa aukist á síðustu árum og var sérstaklega mikil aukning frá síðustu áramótum til júníloka þegar þetta hlutfall fór úr 1,9% í 2,9% hjá viðskiptabönkunum og sex stærstu sparisjóðunum. Þessi aukning er skiljanleg í ljósi þess mikla útlána- vaxtar sem var frá 1997 fram til ársins 2001.18 Hlutfall endanlegra tapaðra útlána af heildarút- lánum í lok tímabils jókst á árinu 2001 frá árinu 2000 þegar það náði lágmarki og er athyglisvert að sjá aukninguna á milli ára hjá sex stærstu sparisjóðunum (mynd 16). Í sex mánaða uppgjöri þessa árs hafði þetta hlutfall lækkað aftur. Ekki er þó tímabært að fullyrða að endanlega töpuð útlán séu að lækka aftur þar sem sex mánaða uppgjör gefur ekki alltaf nægi- lega góða mynd af því sem verður endanlega afskrif- að í árslok. Viðskiptabankarnir og sparisjóðirnir juku fram- lög á afskriftarreikning útlána á síðasta ári og það sem af er þessu ári. Í árslok 2001 var hlutfall afskrift- arreiknings útlána af heildarútlánum um 2,4% en í júnílok á þessu ári var hlutfallið 2,8%. Með hliðsjón af því sem kemur hér fram og sagt hefur verið í fyrri greinum um stöðugleika fjármálakerfisins er hugsan- legt að útlánatap fjármálafyrirtækja eigi enn eftir að aukast og hafa áhrif á hagnað þeirra þar sem útlána- tap fylgir gjarnan miklum útlánavexti með töluverðri töf. …en eiginfjárhlutfall svipað Ekki var mikil breyting á lögbundnu eiginfjárhlutfalli viðskiptabankanna og sex stærstu sparisjóðanna frá síðustu áramótum til sex mánaða uppgjörs þessa árs en sú lækkun sem varð stafaði að mestu leyti af útgreiðslu arðs. Sala Landsbanka Íslands hf. á hluta eignar sinnar í Vátryggingarfélagi Íslands hf. styrkir eiginfjárhlutfall bankans. Auk þess hefur sala Kaup- þings banka hf. á Frjálsa fjárfestingarbankanum hf. jákvæð áhrif á eiginfjárhlutfall hans en eign Kaup- þings banka hf. í Meiði hf. sem á hluta í bankanum dregst þó frá við útreikning á eiginfjárhlutfalli auk hlutdeildar í eignum Meiðs hf. í öðrum fjármála- fyrirtækjum. Fjármögnun fjármálafyrirtækja Lánamarkaðir beggja vegna Atlantshafsins hafa heldur þyngst að undanförnu. Fjárfestar virðast frekar vera reiðubúnir að lána til ríkja og alþjóða- stofnana sem hafa hátt lánshæfismat á kostnað fyrirtækja og fjármálastofnana. Íslensku bankarnir hafa ekki átt í teljandi vandræðum með að afla er- lendra lána en gera má ráð fyrir að kjör þeirra hafi eitthvað versnað og að leita hafi þurft víðar fanga en áður. Þrír stærstu bankarnir, þ.e. Búnaðarbanki Íslands hf., Íslandsbanki hf. og Landsbanki Íslands hf. eru allir með lánshæfiseinkunn frá Moody's en auk þess hafa Íslandsbanki hf. og Landsbanki Íslands hf. lánshæfiseinkunn frá Fitch. Bankarnir þrír hafa allir komið upp svonefndri MTN-skuldabréfaútgáfu (e. Medium Term Note) sem gerir þeim kleift að gefa út markaðsskuldabréf erlendis í stað þess að afla ein- göngu fjár á erlendum bankalánamarkaði. Einhver 17. Óvaxtaberandi útlán eru útlán sem sérstakar afskriftir hafa verið færðar fyrir og önnur vaxtafryst útlán. 18. Fjármálaeftirlitið gaf út reglur nr. 51/2002 um breytingu á reglum nr. 692/2001 um ársreikninga lánastofnana. Breytingarnar skerptu á þeim ákvæðum sem kveða á um hvaða lánþegar skuli koma til skoðunar við mat á sérstökum afskriftarframlögum og var í því sambandi m.a. gert ráð fyrir styttingu á vanskilaviðmiðun úr sex mánuðum í þrjá mánuði. Þessar breytingar gætu hafa haft einhver áhrif á aukningu óvaxta- berandi útlána en þó verður að telja ólíklegt að hún hafi verið veruleg. Mynd 18 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002/6 0,0 2,0 4,0 6,0 8,0 10,0 12,0 14,0 16,0 % Viðskiptabankar Sex stærstu sparisjóðir Allir Lögbundið eiginfjárhlutfall Eiginfjárhlutfall skv. lögum 1995-2002/6 Heimild: Fjármálaeftirlitið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.