Peningamál - 01.11.2002, Síða 76

Peningamál - 01.11.2002, Síða 76
PENINGAMÁL 2002/4 75 Tölfræðisvið Seðlabankans hefur frá ársbyrjun 1997 safnað mánaðarlegu efnahagsyfirliti frá úrtaki stærstu lífeyrissjóða og áætlað út frá því heildartölur fyrir alla lífeyrissjóði. Þetta úrtak nær nú á árinu 2002 til 25 lífeyrissjóða sem samanlagt áttu yfir 90% af hreinni eign lífeyrissjóða í árslok 2001. Greinin er byggð á þessum mánaðarlegu upplýsingum að því er árið 2002 varðar en að öðru leyti á ársreikningum lífeyrissjóðanna. Í lok árs 2001 voru 54 starfandi lífeyrissjóðir í landinu og hafði þeim fækkað um 2 á árinu. Var það framhald þróunar sem átt hefur sér stað allt frá árinu 1991, en þá voru þeir 88. Enn hefur þeim fækkað um 2 það sem af er þessu ári, því á fyrri hluta ársins sam- einaðist Lífeyrissjóðurinn Hlíf Sameinaða lífeyris- sjóðnum og Lífeyrissjóðurinn Eining sameinaðist Frjálsa lífeyrissjóðnum. Af þeim 52 lífeyrissjóðum sem nú eru starfandi eru 11 sjóðir sem taka ekki lengur við iðgjöldum, 14 sjóðir eru með ábyrgð launa- greiðenda og virkir almennir sjóðir eru 28 talsins. Hrein eign Hrein eign lífeyrissjóðanna hefur aukist hröðum skrefum allt frá árinu 1981. Mæld sem meðalstaða ársins í hlutfalli af vergri landsframleiðslu (VLF) var hún 11,4% árið 1981 en var orðin 81,2% af VLF árið 2000. Á síðasta ári lækkaði hlutfallið síðan um ½ prósentu, niður í 80,7% af VLF (sjá mynd 1). Á fyrstu átta mánuðum ársins 2002 jókst hrein eign sjóðanna einungis um 16,1 ma.kr. samanborið við 45,3 ma.kr. á sama tímabili árið áður og var hún í lok ágúst 661 ma.kr. Á þessu tímabili jukust skulda- bréfaeign og útlán sjóðanna um 27,5 ma.kr. en hluta- bréfaeign og eign í hlutabréfasjóðum dróst saman um 11,6 ma.kr. Helsta ástæða hægari aukningar hreinnar eignar er samdráttur í erlendri verðbréfaeign lífeyrissjóð- Kristíana Baldursdóttir1 Þróun lífeyrissjóða 1999-2002 1. Höfundur er deildarstjóri á tölfræðisviði Seðlabanka Íslands. 2. Í grein höfundar í Peningamálum 2000/3, Eignir og ávöxtun lífeyris- sjóða, er umfjöllun um þróun lífeyrissjóða á tímabilinu 1980-2000. Þar er einnig að finna nánari útskýringar á hugtökum sem hér er fjallað um. Mjög hefur hægt á vexti hreinnar eignar lífeyrissjóðanna frá árslokum 1999. Töluverð lækkun hefur orðið á erlendri verðbréfaeign sjóðanna. Hrein raunávöxtun sjóðanna í heild var neikvæð um 1,9% á árinu 2001 og um 0,7% á árinu 2000. Dregið hefur úr aukningu sjóðfélagalána að undanförnu. Í þess- ari grein verður fjallað um efnahag lífeyrissjóða á tímabilinu 1999-2002.2 1981 1983 1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999 2001 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 % Hrein eign lífeyrissjóða sem hlutfall af VLF 1981-2001 Mynd 1 Heimild: Seðlabanki Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.