Peningamál - 01.11.2002, Side 77

Peningamál - 01.11.2002, Side 77
76 PENINGAMÁL 2002/4 anna sem rekja má til gengisbreytingar krónunnar og verðlækkunar á erlendum hlutabréfamörkuðum sem nánar verður fjallað um síðar í greininni. Hins vegar ber þess að gæta að eign í lífeyrissjóði er langtíma- fjárfesting og reynslan er sú að sveiflur á mörkuðum jafna sig út yfir lengri tíma litið. Þegar hrein eign lífeyrissjóðanna er færð á fast verðlag sést að töluverðar sveiflur hafa verið á henni frá ársbyrjun 2000 fram til ársloka 2001. Lengst af þessu tímabili var hún á þennan mælikvarða á bilinu 620-640 ma.kr., en hefur verið um 660 ma.kr. síðustu mánuði (sjá mynd 2). Innlend og erlend verðbréf Af innlendri verðbréfaeign lífeyrissjóðanna eru aðeins tæp 13% bundin í hlutabréfum og hlutabréfa- sjóðum, miðað við lok ágúst sl., en af erlendu verð- bréfaeigninni eru tæp 83% í slíkum bréfum. Mynd 3 sýnir aukningu verðbréfaeignar lífeyris- sjóða á hverju 12 mánaða tímabili. Aukning inn- lendra verðbréfa hefur verið nokkuð jöfn á tímabilinu sem myndin spannar og var t.d. um 19% á 12 mán- uðum til ágústloka 2002. Aðra sögu er að segja af erlendum verðbréfum í eigu sjóðanna. Þau jukust um meira en 100% á 12 mánuðum til loka febrúar árið 2000, en að undan- förnu hafa þau dregist saman, þannig að t.d. í lok ágúst 2002 var erlenda verðbréfaeignin 12,7% lægri en á sama tíma árið áður. Hlutdeild erlendra verðbréfa í verðbréfasafni líf- eyrissjóðanna óx stöðugt frá árslokum 1998 fram í október 2000 en þá varð hún mest, rúm 24%. Síðan hefur hún farið lækkandi, með nokkrum sveiflum þó, og var nú í lok ágúst 18%. Þá stóð erlend verðbréfa- eign lífeyrissjóðanna í 116 ma.kr. og hafði dregist saman um 18,7 ma.kr. frá áramótum. Lífeyrissjóðir hafa haldið áfram að fjárfesta erlendis á þessu ári og samkvæmt upplýsingum frá þeim lífeyrissjóðum sem skila mánaðarskýrslu til Seðlabankans voru hrein kaup lífeyrissjóðanna á erlendum verðbréfum nálægt 13 ma.kr. fyrstu átta mánuði ársins. Hins vegar er neikvætt endurmat erlendra verðbréfa í eigu sjóðanna u.þ.b. 32 ma.kr. enda hafa erlendar hlutabréfavísi- tölur lækkað mjög á þessu tímabili. Innlend hlutabréf og hlutabréfasjóðir Hlutdeild innlendra hlutabréfa og hlutabréfasjóða af hreinni eign lífeyrissjóðanna var nánast óbreytt árið 1999, milli 7% og 8%, en í lok árs jókst hún og í mars 2000 fór hún hæst í rúm 11%. Eftir það fór hún Heimild: Seðlabanki Íslands. J M M J S N J M M J S N J M M J S 2000 2001 2002 580 600 620 640 660 680 M.kr. Hrein eign lífeyrissjóða janúar 2000 - ágúst 2002 Mynd 2 Á föstu verðlagi í september 2002 Heimild: Seðlabanki Íslands. J M M J S N J M M J S N J M M J S 2000 2001 2002 0 20 40 60 80 100 120 -20 -40 % 12 mánaða breyting verðbréfaeignar lífeyrissjóða 2000-2002 Mynd 3 Erlend verðbréfaeign Innlend verðbréfaeign Heimild: Seðlabanki Íslands. J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S 1999 2000 2001 2002 10 15 20 25 % Erlend verðbréf sem hlutfall af verðbréfasafni lífeyrissjóða 1999-2002 Mynd 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.