Peningamál - 01.03.2004, Page 51

Peningamál - 01.03.2004, Page 51
inn í viðskipti ef mjög stórar færslur eiga sér stað og dregur það nokkuð úr sveiflum. … með krónur… Aðilar að millibankamarkaði með krónur eru 6 og þar af eru 3 mjög stórir en umsvif hinna eru mun minni. Á millibankamarkaði með krónur geta aðilar tekið lán hjá öðrum markaðsaðilum eða veitt þeim lán. Lánin eru ótryggð og aðilar semja sín á milli um lána- línur sem byggjast á áhættumati. Þetta hefur í nokkrum tilvikum valdið stíflum á markaði þar sem allar lánalínur hafa fyllst og engin úrræði hafa verið til að losa um stíflurnar. Þetta ástand er þeim mun lík- legra þegar kreppir að í lausafjárstöðu heildarinnar og er ljóst að leita þarf leiða til úrbóta. Ef þessi markaður væri studdur tryggingum (veðum) væri ólíklegt að stíflur mynduðust. Velta á millibankamarkaði með krónur var 585 ma.kr. á síðasta ári. … og með gjaldeyrisskiptasamninga Millibankamarkaður með gjaldeyrisskiptasamninga var stofnsettur til að auka fjölbreytni og leysa úr hnútum í lausafjármyndun. Aðilar að þessum markaði eru þeir sömu og að gjaldeyrismarkaði. Reynslan af honum hefur verið góð, sérstaklega þeg- ar þröngt var um laust fé. Á síðasta ári var veltan 110 ma.kr. en árið á undan var veltan 177 ma.kr. en það var fyrsta heila starfsár markaðarins. Samspil millibankamarkaða og verðbréfamarkaðar Þótt millibankamarkaðir séu ekki formlega tengdir Kauphöllinni koma þar oft fram áhrif af viðskiptum. Kaup hlutabréfa eða skuldabréfa sem fjármögnuð eru með erlendum lánum koma oftast strax fram á gjald- eyrismarkaði þar sem breyta þarf erlendu fé í innlent. Sama gæti átt sér stað ef um umtalsverðar sölur er að ræða til erlendra aðila. Þessi áhrif geta myndað keðjuverkun þar sem hærra gengi hvetur aðila til er- lendrar lántöku til að fjárfesta í innlendum verðbréf- um. Áhrifin geta einnig orðið þveröfug, þ.e. lægra verð rýrir veð sem gæti leitt til uppgreiðslu lána, kaupa á gjaldeyri og lækkunar á gengi krónunnar. Greiðslu- og uppgjörskerfi Þróun greiðslukerfa Hér á landi eru starfrækt tvenns konar greiðslukerfi sem jafnframt eru uppgjörskerfi, þ.e. stórgreiðslu- kerfi Seðlabanka Íslands og jöfnunarkerfi Fjöl- greiðslumiðlunar hf. (FGM). Uppgjör vegna verð- bréfaviðskipta fer jafnframt fram í gegnum fyrr- nefnda kerfið. Þátttakendur í kerfunum eru viðskipta- bankar, sparisjóðir og Seðlabankinn. Reiknistofa bankanna (RB) sinnir hugbúnaðarþjónustu fyrir bæði kerfin en Seðlabankinn hefur milligöngu um uppgjör í þeim. Stórgreiðslukerfi Seðlabankans var tekið í notkun í desember 2000. Kerfið gerir endanlega upp einstök greiðslufyrirmæli að fjárhæð 10 m.kr. eða hærri um leið og innstæða á reikningi greiðanda leyfir, þ.e. um er að ræða brúttóuppgjör í rauntíma. Stórgreiðslu- kerfið færir þannig greiðslufyrirmæli yfir stór- greiðslumörkum beint á viðskiptareikninga þátttak- enda í Seðlabankanum eða af þeim. Jöfnunarkerfi FGM (Fjölgreiðslumiðlunar hf.) annast jöfnun uppsafnaðra greiðslufyrirmæla sem eru lægri en 10 m.kr. milli þátttakenda. Rauntíma- jöfnunarstöður milli þátttakenda í kerfinu eru sýni- legar þannig að þeir geta fylgst með og stýrt áhættu vegna greiðslumiðlunarinnar. Viðskiptamenn hafa aðgang að peningum sem lagðir eru inn á reikninga um leið og innborganir fara fram. Þátttakendur semja um gagnkvæmar heimildir vegna innbyrðis jöfnunar- stöðu og leggja fram tryggingar fyrir uppgjöri á hæstu skuldastöðu. Þá geta þátttakendur lagt laust fé inn á sérstaka reikninga til þess að mæta tímabundnu ójafnvægi í innbyrðis greiðslustöðu. Uppgjör fer fram á stórgreiðslureikningum þátttakenda í Seðla- bankanum kl. 17.00. Frá árinu 2001 hefur Seðlabankinn unnið að því í nánu samstarfi við Fjölgreiðslumiðlun hf., Reikni- stofu bankanna og lánastofnanir að þróa greiðslukerf- in til samræmis við svonefndar tíu kjarnareglur Alþjóðagreiðslubankans fyrir kerfislega mikilvæg greiðslukerfi. Í þeirri vinnu hefur verið lögð áhersla á að skýra hæfi og ábyrgð stjórnenda og þátttakenda í greiðslukerfum. Uppgjörsferlar hafa verið endur- skoðaðir m.t.t. efndaloka greiðslna og tímasetningar uppgjörs. Áhættustýring hefur verið efld með því að skilgreina áhættuþætti, gera skuldastöðu sýnilega, koma á áhættueftirliti, takmarka skuldastöðu og krefjast uppgjörstrygginga. Þá hefur verið farið yfir fyrirkomulag eftirlits, upplýsingagjafar og við- búnaðaráætlana. Mikilvægur þáttur í þessari vinnu hefur verið setning reglna um meginþætti í starfsemi greiðslu- 50 PENINGAMÁL 2004/1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.