Peningamál - 01.03.2004, Síða 66

Peningamál - 01.03.2004, Síða 66
alþjóðaviðskiptum og með minna skuldsettan ríkis- sjóð en sambærileg ríki sem ekki eru á verðbólgu- markmiði. Auk þess eru þau að jafnaði auðugri og virðast vera með þróaðri fjármálakerfi. Þetta á þó ekki við þegar verðbólgumarkmiðsríkin eru borin saman við G3-hópinn (Bandaríkin, evrusvæðið og Japan). Samanburðurinn gæti gefið einhverjar vísbend- ingar um hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á val ríkja á fyrirkomulagi peningamála og þá sérstaklega hvort þau telji verðbólgumarkmið vera heppilegan ramma peningamála. Verðbólgumarkmiðsríkin virð- ast að jafnaði vera heldur þróaðri en samanburðarrík- in þegar litið er til landsframleiðslu á mann og veltu á hlutabréfamarkaði sem gæti endurspeglað nauðsyn þróaðrar uppbyggingar stofnana og fjármálakerfis fyrir skilvirka verðbólgumarkmiðsstefnu, samanber umfjöllun í síðasta kafla. Jafnframt virðast ríkissjóðir verðbólgumarkmiðsríkjanna að jafnaði ekki eins skuldsettir og ríkissjóðir samanburðarríkjanna. Það gæti endurspeglað nauðsyn þess að staða ríkissjóðs sé nógu sterk til að koma í veg fyrir að þarfir skuld- setts ríkissjóðs fyrir fjármögnun ógni verðbólgu- markmiðinu og dragi þannig úr trúverðugleika þess. Að lokum virðast verðbólgumarkmiðsríkin að jafn- aði vera opnari fyrir alþjóðaviðskiptum en saman- burðarríkin, en það gæti endurspeglað erfiðleika við að viðhalda fastgengisstefnu í tiltölulega opnu hag- kerfi þar sem viðskiptakjarasveiflur eru tíðar. Þessi ríki hafi þá staðið frammi fyrir vali á milli peninga- magns- og verðbólgumarkmiðs sem akkeris peninga- stefnunnar og valið hið síðarnefnda vegna áður- nefndra vandamála með peningamagnsmarkmið. Á móti kemur þó að opin hagkerfi hafa mögulega meiri hag af gengisstöðugleika þar sem gengissveifl- ur vega meira í almennu verðlagi í þeim tilvikum. Carare og Stone (2003), Gerlach (1999), Mishkin og Schmidt-Hebbel (2001) og Truman (2003) hafa rannsakað hvort val á verðbólgumarkmiði sem ramma peningastefnunnar megi skýra með einhverj- um þáttum í grunnuppbyggingu viðkomandi hag- kerfa og sögulegri reynslu þeirra. Truman (2003) kemst að þeirri niðurstöðu að líkur á að verðbólgu- markmið verði fyrir valinu sem rammi peningastefn- unnar virðast aukast eftir því sem staða ríkissjóðs er betri. Þessi niðurstaða er í samræmi við þá ályktun sem draga má út frá töflu 2 að verðbólgumark- miðsríki virðast að jafnaði búa við minna skuldsettan ríkissjóð þótt niðurstöður Amatos og Gerlachs (2002) sýni að staða ríkissjóðs hafi ekki endilega verið svo góð áður en verðbólgumarkmiðið var tekið upp, eins og áður var getið. Truman (2003) kemst einnig að því að líkur á upptöku verðbólgumarkmiðs aukast eftir því sem efnahagslegur árangur er sögu- lega verri og ef viðkomandi ríki hafa lent í gjald- eyriskreppu. Í báðum tilvikum endurspeglar þetta óánægju og slæma reynslu af fyrri stefnu sem eykur líkurnar á því að stjórnvöld séu tilbúin að reyna nýjar leiðir í stjórn peningamála. Líkur á að verðbólgu- markmið verði tekið upp virðast einnig aukast eftir því sem fjármálakerfið er þróaðra (sjá Carare og Stone, 2003), sem einnig virðist mega lesa úr töflu 2. Áhrifin mælast hins vegar tölfræðilega ómarktæk hjá Truman (2003). Að lokum kemst Gerlach (1999) að þeirri niðurstöðu að einhæfni í útflutningi auki líkur á því að viðkomandi ríki taki upp verðbólgumark- mið.14 Ástæðan er sú að eftir því sem útflutnings- grunnur ríkisins er einhæfari, er það viðkvæmara fyr- ir ytri áföllum og á erfiðara með að viðhalda fast- gengisstefnu. Líkurnar á að flotgengisstefna verði fyrir valinu aukast og þá verður verðbólgumarkmiðið oftar en ekki fyrir valinu.15 Því hefur oft verið haldið fram að ríki sem reiða sig mikið á alþjóðaviðskipti ættu síður að taka upp verðbólgumarkmið þar sem það getur orðið erfiðara fyrir þau að ná verðbólgumarkmiðinu (sjá t.d. Truman, 2003). Calvo og Mishkin (2003) benda hins vegar á að það geti verið betra fyrir ríki sem eru mjög háð alþjóðaviðskiptum að taka upp verðbólgu- markmið og flotgengi þar sem þau eru viðkvæm fyrir ytri áföllum, samanber ofangreindar niðurstöður Gerlachs (1999) og þær ályktanir sem draga má út frá PENINGAMÁL 2004/1 65 13. Þessi flokkun er óhjákvæmilega frekar ónákvæm þar sem hægt er að halda því fram í mörgum tilvikum að blanda allra þessara ástæðna hafi ráðið ferðinni. Flokkunin er því fremur hugsuð sem lýsandi en sem ná- kvæm greining grundvallarástæðu þess að viðkomandi ríki tóku upp verðbólgumarkmið. 14. Gerlach (1999) mælir einhæfni í útflutningi með hlutdeild náttúru- auðlinda í útflutningi viðkomandi ríkis. Niðurstöður hans benda til þess að þessi stærð sé einnig nátengd hlutfallslegum fjölda vörutegunda sem ríkið flytur út og fjölbreytni í útflutningi miðað við meðaltal annarra ríkja. Þessir mælikvarðar reyndust einnig nátengdir sveiflum í útflutn- ingstekjum og viðskiptakjörum. 15. Það er áhugavert að líkan Gerlachs (1999) gaf nánast 100% líkur á að Ísland og Noregur tækju upp verðbólgumarkmið tveimur árum áður en það gerðist.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.