Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 76

Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 76
ráðgjafar sinna næstráðenda. Taflan sýnir einnig að yfirleitt eru ákvarðanir teknar í samræmi við vilja meirihluta nefndarmanna (í fjórtán tilfellum) en í fimm tilfellum er reynt að ná sameiginlegri niður- stöðu um ákvörðun. Allir seðlabankarnir, utan þess íslenska, halda formlega vaxtaákvörðunarfundi sem haldnir eru með föstu og opinberlega auglýstu millibili. Er það gert til að auka áhrifamátt peningastefnunnar enn frekar og draga athyglina frá daglegri markaðsþróun að verð- bólguhorfum til lengri tíma. Fastákveðnir fundir gera seðlabönkunum einnig kleift að miðla upplýsingum um ástæður óbreytts aðhaldsstigs peningastefnunnar, sem eru yfirleitt ekkert síður mikilvægar upplýsingar en þær ástæður sem liggja að baki formlegum vaxta- breytingum. Yfirleitt eru fundirnir haldnir mánaðar- lega (í tólf ríkjum) og eru fundargerðir þeirra birtar opinberlega í níu tilvikum til að auka enn frekar á gagnsæi ákvörðunarinnar og tryggja betur reiknings- skil nefndarmanna. Er þá fundargerðin ýmist birt í heild eða útdráttur úr henni, útkoma atkvæðagreiðslu og jafnvel hvernig einstaka nefndarmenn greiddu at- kvæði. 4.4. Gagnsæi og reikningsskil Með auknu sjálfstæði seðlabanka til að ákvarða pen- ingastefnuna hefur sérfræðingum sem ekki hafa fengið umboð almennings í lýðræðislegum kosningum verið falinn mikilvægur hluti innlendrar hagstjórnar. Í því ljósi er mikilvægt að ákvarðanatakan sé sem gagnsæj- ust og að þeir sem taka ákvarðanirnar standi með ein- hverjum hætti reikningsskil gerða sinna. Þetta er sér- staklega mikilvægt þar sem byggt er á verðbólgumark- miði, þar sem tímatafir frá beitingu stjórntækja seðla- bankans þar til að markmiðið næst eru lengri og sveigjanleiki peningastefnunnar að einhverju leyti meiri en þegar notast er t.d. við gengis- eða peninga- magnsmarkmið. Rannsóknir hafa t.d. sýnt að aukið gagnsæi peningastefnunnar eykur skýrleika skilaboða hennar og getur þannig dregið úr ófyrirséðum sveifl- um í vöxtum og verðbólgu (sjá t.d. Fracasso o.fl., 2003, og Demertzis og Hallet, 2002). Aðrar rannsókn- ir hafa sýnt að aukið gagnsæi getur einnig dregið úr gengissveiflum (Kuttner og Posen, 2000), lækkað her- kostnað verðbólguhjöðnunar (sjá t.d. Chortareas o.fl., 2002) og jafnvel lækkað verðbólgu að meðaltali (sjá t.d. Chortareas o.fl., 2000, Faust og Svensson, 2000, og Jensen, 2000). Debelle (2001) bendir jafnframt á að aukið gagnsæi peningastefnunnar hjálpar til við að byggja upp aukinn trúverðugleika hraðar en ella. Af þessum ástæðum hafa þeir seðlabankar sem tekið hafa upp verðbólgumarkmið lagt mikla áherslu á að auka gagnsæi peningastefnunnar og reikningsskil hennar gagnvart almenningi og stjórnvöldum (sjá t.d. Fry o.fl., 2000, og Fracasso o.fl., 2003). Ein skilvirkasta leið seðlabanka til að byggja upp traust á hæfni sinni til að ná verðbólgumarkmiðinu er að birta þá greiningu sem ákvarðanir hans byggjast á þannig að almenningur, stjórnvöld og aðrir sérfræð- ingar geti lagt mat á trúverðugleika greiningarinnar og hæfni bankans. Af þessum sökum hafa allir bank- arnir lagt töluverðan metnað í útgáfu verð- bólguskýrslna (sjá t.d. Fracasso o.fl., 2003), eins og sjá má í töflu 6. Flestir þeirra gefa út fjórar slíkar skýrslur á ári en sumir þrjár eða aðeins tvær – og þá stundum með tveimur stuttum uppfærslum þar á milli. Lægst er útgáfutíðni seðlabanka Suður-Kóreu sem gefur einungis út eina verðbólguskýrslu á ári. Það liggur hins vegar í augum uppi að ákvarðanir í peningamálum eru yfirleitt teknar oftar en verðbólgu- skýrslurnar eru gefnar út. Það gefur til kynna að mik- ilvægum upplýsingum um efnahagsframvinduna og viðbrögð peningastefnunnar sé miðlað til almennings eftir fleiri leiðum en í gegnum útgáfu verðbólgu- skýrslunnar. Þetta kemur t.d. fram í rannsókn Anders- sons o.fl. (2001) sem finna tölfræðilega marktæk áhrif óvæntra tíðinda í ræðum yfirmanna sænska seðlabankans á langtímavexti í Svíþjóð. Þetta má einnig lesa út úr niðurstöðum Schmidt- Hebbels og Tapias (2002) þar sem kemur fram að aðeins um helmingur seðlabankanna reynir að láta útgáfu verðbólguskýrslna og fundi peningastefnu- nefndar fylgjast að (í sex tilvikum ávallt og í fjórum tilvikum stundum). Niðurstaða fundanna verður þá sjálfstæð og mikilvæg uppspretta upplýsinga um pen- ingastefnuna og verðbólguskýrslan þjónar þá fremur því hlutverki að miðla bakgrunnsupplýsingum fyrir ákvörðunina en að miðla upplýsingum um hana sjálfa. Í ljósi þess að peningastefna sem byggist á verð- bólgumarkmiði krefst þess að aðhaldsstig stefnunnar á hverjum tíma sé ákvarðað með hliðsjón af verð- bólguhorfum nokkuð langt fram í tímann kemur ekki á óvart að flestir bankanna birta verðbólguspá sína opinberlega. Af þeim 19 bönkum sem birta tölulega verðbólguspá eru 14 bankar sem einnig sýna líkinda- dreifingu spárinnar. Hins vegar birtir aðeins rétt PENINGAMÁL 2004/1 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.