Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 89

Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 89
skyldu og það staðfest að „góðir stjórnunarhættir“ séu „það kerfi sem fyrirtækjum er stýrt og stjórnað eftir“. Eitt lykilatriði verklagsreglnanna (e. Code of Conduct) er: • Yfirstjórnendum ber að gefa skýrslu um skil- virkni innra eftirlitskerfis fyrirtækisins. Flestöll evrópsk fyrirtæki hafa sett á laggirnar endurskoðunarnefndir í samræmi við tilmæli Cad- bury skýrslunnar og annarra. Endurskoðunarnefndir axla þá mikilvægu ábyrgð að hafa eftirlit fyrir hönd stjórna varðandi fjárhagsskýrslur, endurskoðun og góða stjórnunarhætti í heild. Með þátttöku í stjórnun- arkerfinu er endurskoðunarnefndum gert að fylgjast með stjórnendum og ytri og innri endurskoðendum í því augnamiði að vernda hagsmuni þeirra er hlut eiga að máli. Cadbury lagði einnig til að fyrirtæki sýndu fram á gott verklag með því að koma á innri endurskoðunar- deildum til að sjá um reglubundið eftirlit með lykil- þáttum og verkferlum. Þar sem innri endurskoðun var þegar til staðar skyldi endurskoðunarnefndin sjá til þess að innri endurskoðunin væri skipuð hæfu starfs- fólki, hefði nægilegt fjármagn til starfsemi sinnar og viðeigandi stöðu innan fyrirtækisins. Endurskoðunar- nefndin skyldi fara vandlega yfir hlutverk og áætlanir innri endurskoðunar. Í niðurlagsköflum Cadbury skýrslunnar var hvatt til myndunar starfshóps sem hefði það að markmiði að meta með hvaða hætti tillögum skýrslunnar hafi verið beitt og hver áhrif þær hafi haft. Þetta leiddi til áframhaldandi þróunar á verklagsreglum um góða stjórnunarhætti í Evrópu. Í Bretlandi voru tillögur um verklagsreglur Cad- bury skýrslunnar endurskoðaðar árið 1999 og sam- einaðar verklagsreglur (e. Combined Code of Prac- tice) um góða stjórnunarhætti öðluðust gildi. Í verk- lagsreglunum er lögð áhersla á allt eftirlit og þess krafist af fyrirtækjum skráðum í kauphöll að þau end- urskoði eftirlitskerfi sín árlega og að slík endurskoðun skuli „ná til allra eftirlitsþátta, þar með talinna fjár- hagslegrar og rekstrarlegrar stjórnunar, fylgni við lög og reglur og áhættustýringar“. Sameinuðu verklags- reglunum er nú beitt í Bretlandi hjá fyrirtækjum sem skráð eru í kauphöllinni í Lundúnum. Fyrirtækjum ber ekki lagaleg skylda til að fara eftir reglunum, en þau þurfa að gera grein fyrir öllum frávikum frá þeim. Varðandi skilvirkni innra fjármálaeftirlits og skýrslugerð þar að lútandi eiga stjórnendur að hafa í huga: 1. Eftirlitsumhverfið 2. Greiningu og mat á áhættum og eftirlitsmark- miðum 3. Upplýsingar og boðskipti 4. Innri reglur 5. Umsjón og úrbætur Í stórum dráttum má yfirfæra þróun mála í Bret- landi á stöðu góðra stjórnunarhátta í Evrópu. Í Bandaríkjunum eru Sarbanes-Oxley lögin frá 2002 yfirgripsmesta löggjöfin sem nær til góðra stjórnunarhátta og endurspeglar hún viðleitni til end- urbóta í bandarísku viðskiptalífi með því að setja fyrirtækjum og endurskoðendum strangar starfsreglur. Löggjöf þessi var talin ill nauðsyn til verndar hags- munaaðilum í kjölfar fjöldamargra viðskiptahneyksla. Af því sem hefur verið skrifað um góða stjórnun- arhætti má draga þá ályktun að Evrópubúar hallist frekar að því að setja meginreglur (e. principle-based approach) en nákvæmar reglur eða útfærslur (e. prescriptive approach) haldi áfram að vera við lýði í Bandaríkjunum. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) gaf út reglur um góða stjórnunarhætti árið 1999 og stofnan- ir á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og Al- þjóðlega greiðslubankann (BIS) hvetja til gagnsæis í starfsemi seðlabanka. Seðlabönkum er einnig gert í æ ríkari mæli að lúta sams konar eftirliti og reiknings- skilareglum og gilda um aðrar stofnanir og fyrirtæki. Þetta hefur, meðal annars, verið gert með því að veita aðildarlöndum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tæknilega aðstoð við að auka gagnsæi og upplýsinga- skyldu stjórnenda. Tildrög góðra stjórnunarhátta í Seðlabanka Íslands Seðlabanki Íslands var stofnaður með lögum frá Al- þingi árið 1961 og hefur allt frá upphafi gegnt hefð- bundinni seðlabankastarfsemi. Almennt þjóðfélags- ástand sem og hið pólitíska umhverfi höfðu jafnan áhrif á umboð, hlutverk og starfsemi bankans. Á upp- hafsárunum voru vextir háðir ákvörðunum stjórn- valda, víðtækt eftirlit var haft með gjaldeyrisviðskipt- um, ríkissjóður hafði nánast óheftan aðgang að lána- fyrirgreiðslu í Seðlabankanum og bankanum var falið 88 PENINGAMÁL 2004/1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.