Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 98

Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 98
Fundarstjóri, góðir fundargestir. Efni ræðu minnar er íslenska lífeyriskerfið. Í upphafi ætla ég þó að setja það í stærra samhengi. Hvaða eiginleika ætlum við góðu lífeyriskerfi? Það verður auðvitað að vera farvegur fyrir sparnað til elliáranna. En eigi það að vera vel uppbyggt þarf það einnig að taka eðlilegt tillit til þeirra áhættuþátta sem einstaklingarnir og þjóðfélagið standa frammi fyrir á æviskeiði sínu. Þetta eru áhættuþættir sem til dæmis tengjast lífslíkum, starfsgetu, lýðfræði, framleiðni vinnuafls og ávöxtun eigna. Ennfremur getum við gert þá kröfu til góðs lífeyriskerfis að einhver tekju- jöfnun sé innbyggð í kerfið, a.m.k. getum við gert þá lágmarkskröfu að það stuðli ekki að auknum tekjumun. Þá viljum við að lífeyriskerfið búi yfir vissum sveigjanleika og að það sé svigrúm fyrir að einstaklingarnir hafi val. Að lokum viljum við að líf- eyriskerfið hafi jákvæð áhrif á þjóðarbúskapinn, þ.e. efli sparnað, auki hagvöxt og stuðli að þróun fjár- málakerfisins. Þetta eru miklar kröfur og að einhverju leyti munu þessi markmið stangast á. Víðtæk sátt virðist um að til að mæta þessum kröfum, að minnsta kosti að hluta, þurfi gott lífeyriskerfi að vera byggt á þrem- ur stoðum. Í fyrsta lagi skattafjármagnað almanna- tryggingakerfi sem greiði flatan eða tekjutengdan líf- eyri. Í öðru lagi skylduaðild að lífeyrissjóðum sem byggist á fullri sjóðsöfnun og lúti opinberu eftirliti. Í þriðja lagi valkvæður lífeyrissparnaður, oft með skattalegu hagræði. Við þurfum þrjár stoðir til að geta dregið úr árekstrum markmiða, til að gera kerfið í heild ónæmara fyrir einstökum áföllum og til að hafa sveigjanleika fyrir val einstaklinganna. Þetta er vel kunnugt og er þekktustu framsetninguna að finna í bók Alþjóðabankans frá 1994: Averting the Old Age Crisis. Ástæða þess að ég nefni þetta er að íslenska lífeyr- iskerfið færist æ nær því að uppfylla skilyrði þessarar fyrirmyndar. Hins vegar er það aðeins að hluta sakir þess að meðvitað hafi verið stefnt í þessa átt. Tilvilj- anir sögunnar og upphafsstaðan eiga jafn ríkan hlut að máli. Hér er hugsanlega að finna lærdóm varðandi umbætur á lífeyriskerfinu sem ég kem að síðar. Lýsing á íslenska lífeyriskerfinu Eins og ég nefndi áður er íslenska lífeyriskerfið sam- sett af skattafjármögnuðu almannatryggingakerfi, at- vinnutengdum lífeyrissjóðum með skylduaðild og fullri sjóðsöfnun og frjálsum lífeyrissparnaði með skattahvatningu. Almannatryggingar Almannatryggingar greiða ellilífeyri, örorkulífeyri og lífeyri til eftirlifandi maka og barna. Ellilífeyrir er í flestum tilfellum greiddur frá 67 ára aldri. Það verður að setja í samhengi við meðalævilíkur við fæðingu sem eru 78 ár hjá körlum og nærri 83 ár hjá konum. Ellilífeyri almannatrygginga er skipt í grunnlífeyri og viðbótarlífeyri (tekjutryggingu) og er hvor tveggja tekjutengdur. Farið er með annan ellilífeyri við tekju- tenginguna á annan hátt en aðrar tekjur. Hann hefur ekki áhrif á grunnlífeyri og byrjar að skerða tekju- tryggingu við mun hærri viðmiðunarmörk en gilda um aðrar tekjur. Áætlað er að grunnlífeyririnn nemi um 15% af meðaltekjum ófaglærðs verkafólks en ellilífeyrir almannatrygginga getur orðið allt að 70% að viðbættri tekjutryggingu. PENINGAMÁL 2004/1 97 Már Guðmundsson1 Íslenska lífeyriskerfið: Uppbygging og lærdómar2 1. Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Skoðanir sem fram koma eru höfundar og þurfa ekki að vera skoðanir Seðlabanka Íslands. 2. Ræða flutt á alþjóðlegri lífeyrisráðstefnu, International Pension Con- ference, í Moskvu 9. desember 2003.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.