Peningamál - 01.03.2004, Síða 98
Fundarstjóri, góðir fundargestir.
Efni ræðu minnar er íslenska lífeyriskerfið. Í upphafi
ætla ég þó að setja það í stærra samhengi.
Hvaða eiginleika ætlum við góðu lífeyriskerfi?
Það verður auðvitað að vera farvegur fyrir sparnað til
elliáranna. En eigi það að vera vel uppbyggt þarf það
einnig að taka eðlilegt tillit til þeirra áhættuþátta sem
einstaklingarnir og þjóðfélagið standa frammi fyrir á
æviskeiði sínu. Þetta eru áhættuþættir sem til dæmis
tengjast lífslíkum, starfsgetu, lýðfræði, framleiðni
vinnuafls og ávöxtun eigna. Ennfremur getum við
gert þá kröfu til góðs lífeyriskerfis að einhver tekju-
jöfnun sé innbyggð í kerfið, a.m.k. getum við gert þá
lágmarkskröfu að það stuðli ekki að auknum
tekjumun. Þá viljum við að lífeyriskerfið búi yfir
vissum sveigjanleika og að það sé svigrúm fyrir að
einstaklingarnir hafi val. Að lokum viljum við að líf-
eyriskerfið hafi jákvæð áhrif á þjóðarbúskapinn, þ.e.
efli sparnað, auki hagvöxt og stuðli að þróun fjár-
málakerfisins.
Þetta eru miklar kröfur og að einhverju leyti
munu þessi markmið stangast á. Víðtæk sátt virðist
um að til að mæta þessum kröfum, að minnsta kosti
að hluta, þurfi gott lífeyriskerfi að vera byggt á þrem-
ur stoðum. Í fyrsta lagi skattafjármagnað almanna-
tryggingakerfi sem greiði flatan eða tekjutengdan líf-
eyri. Í öðru lagi skylduaðild að lífeyrissjóðum sem
byggist á fullri sjóðsöfnun og lúti opinberu eftirliti. Í
þriðja lagi valkvæður lífeyrissparnaður, oft með
skattalegu hagræði. Við þurfum þrjár stoðir til að geta
dregið úr árekstrum markmiða, til að gera kerfið í
heild ónæmara fyrir einstökum áföllum og til að hafa
sveigjanleika fyrir val einstaklinganna. Þetta er vel
kunnugt og er þekktustu framsetninguna að finna í
bók Alþjóðabankans frá 1994: Averting the Old Age
Crisis.
Ástæða þess að ég nefni þetta er að íslenska lífeyr-
iskerfið færist æ nær því að uppfylla skilyrði þessarar
fyrirmyndar. Hins vegar er það aðeins að hluta sakir
þess að meðvitað hafi verið stefnt í þessa átt. Tilvilj-
anir sögunnar og upphafsstaðan eiga jafn ríkan hlut að
máli. Hér er hugsanlega að finna lærdóm varðandi
umbætur á lífeyriskerfinu sem ég kem að síðar.
Lýsing á íslenska lífeyriskerfinu
Eins og ég nefndi áður er íslenska lífeyriskerfið sam-
sett af skattafjármögnuðu almannatryggingakerfi, at-
vinnutengdum lífeyrissjóðum með skylduaðild og
fullri sjóðsöfnun og frjálsum lífeyrissparnaði með
skattahvatningu.
Almannatryggingar
Almannatryggingar greiða ellilífeyri, örorkulífeyri og
lífeyri til eftirlifandi maka og barna. Ellilífeyrir er í
flestum tilfellum greiddur frá 67 ára aldri. Það verður
að setja í samhengi við meðalævilíkur við fæðingu
sem eru 78 ár hjá körlum og nærri 83 ár hjá konum.
Ellilífeyri almannatrygginga er skipt í grunnlífeyri og
viðbótarlífeyri (tekjutryggingu) og er hvor tveggja
tekjutengdur. Farið er með annan ellilífeyri við tekju-
tenginguna á annan hátt en aðrar tekjur. Hann hefur
ekki áhrif á grunnlífeyri og byrjar að skerða tekju-
tryggingu við mun hærri viðmiðunarmörk en gilda
um aðrar tekjur. Áætlað er að grunnlífeyririnn nemi
um 15% af meðaltekjum ófaglærðs verkafólks en
ellilífeyrir almannatrygginga getur orðið allt að 70%
að viðbættri tekjutryggingu.
PENINGAMÁL 2004/1 97
Már Guðmundsson1
Íslenska lífeyriskerfið: Uppbygging og lærdómar2
1. Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Skoðanir sem fram koma eru
höfundar og þurfa ekki að vera skoðanir Seðlabanka Íslands.
2. Ræða flutt á alþjóðlegri lífeyrisráðstefnu, International Pension Con-
ference, í Moskvu 9. desember 2003.