Peningamál - 01.07.2008, Qupperneq 11

Peningamál - 01.07.2008, Qupperneq 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 11 II Ytri skilyrði og útflutningur Fjármálahræringar og samdráttur á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum virðast ætla að hafa alvarlegri áhrif en áður var talið. Alþjóðlega fjár- málakreppan virtist vera í rénun en aðstæður á mörk uð um eru enn erfiðar og hafa versnað á ný síðustu vikur. Áhrifin á raunhagkerfið eiga enn eftir að koma fram að miklu leyti. Almennt halda hagvaxtarspár áfram að lækka og verðbólguspár að hækka. Hægt hefur á hagvexti í heiminum undanfarið, sérstaklega í iðnríkjum, eftir nokkur ár mikils vaxtar. Hærra orku- og matvælaverð og nið ur sveifla á eignamörk- uðum hefur dregið úr einkaneyslu. Þrátt fyrir minni hagvöxt hefur verðbólga aukist, einkum í nýmarkaðsríkjum. Í bæði þróuðum ríkjum og nýmarkaðsríkjum valda verðbólguvæntingar og hugsanleg annarr- ar umferðar áhrif hækkunar orku- og matvælaverðs áhyggjum. Hagvaxtarhorfur í Bandaríkjunum versna Spár um hagvöxt í Bandaríkjunum halda áfram að lækka og kreppan á fasteignamarkaði að ágerast. Hagvöxtur í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi var langt undir áætluðum vexti framleiðslugetu. Á öðrum ársfjórðungi mun endurgreiðsla frá ríkinu (107 ma. Bandaríkjadala) ýta undir einkaneyslu, en það mun væntanlega verða skammgóður vermir. Íbúðafjárfesting í Bandaríkjunum hefur haldið áfram að dragast saman og húsnæðisverð að lækka það sem af er ári. Mikið framboð og minnkandi eftirspurn benda til þess að botninum sé ekki náð. Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð og dregið úr atvinnu, þó ekki svo mikið enn sem komið er að það sé örugg vísbending um verulegan samdrátt. Í ljósi hækkandi orkuverðs og áframhaldandi niðursveiflu á húsnæðismarkaði eru horfur um hagvöxt á næsta ári slakar. Hægt hefur á hagvexti í Evrópu og Japan ... Samdráttar í Bandaríkjunum og áhrifa gengishækkunar evrunnar og japanska jensins gagnvart Bandaríkjadal er farið að gæta í útflutningi Japans og Evrópusambandsríkja. Útflutningur Þýskalands er þó enn verulegur. Hagvöxtur á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi var meiri en vænst var, einkum vegna mikils hagvaxtar í Þýskalandi. Fjárfesting í byggingariðnaði var mikil, sem rekja má til þess að veturinn var ein- staklega mildur, og vöruviðskipti Þýskalands voru hagstæð. Þýskum iðnfyrirtækjum hefur tekist að lækka framleiðslukostnað undanfarin ár og auka útflutning hágæða útflutningsvöru til nýmarkaðsríkja. Þau hafa því þolað sterka stöðu evrunnar betur en fyrirtæki í mörgum öðrum ríkjum evrusvæðisins, þar sem samkeppnishæfni hefur versnað undanfarin ár. Að auki hefur Þýskaland ekki átt við húsnæðisbólu að stríða undanfarin ár. Því hefur fjármálakreppan haft minni áhrif þar en í ýmsum öðrum löndum, þótt nokkrir þýskir bankar hafi þurft að afskrifa töluvert af skuldabréfavafningum með bandarískum undir- málslánum. Erfiðari skilyrði á lánamörkuðum munu þó einnig hafa áhrif á fjárfestingu í Þýskalandi. Samkvæmt könnun evrópska seðlabankans (ECB) hafa lánsskil- yrði á evrusvæðinu verið hert til muna og vextir hafa hækkað. Á seinni hluta ársins er talið að fjármálakreppan, styrkleiki evrunnar, minni heimshagvöxtur, hærra matvæla- og orkuverð og hærri vextir en hafa Heimild: Reuters EcoWin. Mynd II-1 Alþjóðlegur hagvöxtur Magnbreyting vergrar landsframleiðslu 1. ársfj. 2003 - 1. ársfj. 2008 Breyting frá sama ársfjórðungi fyrra árs (%) Bandaríkin Japan Bretland Evrusvæðið 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 200820072006200520042003 Heimild: Consensus Forecasts. Mynd II-2 Hagvaxtarspár fyrir árið 2008 á helstu viðskiptasvæðum Tímaás sýnir mánuðinn sem spáin er gerð í % Evrusvæðið Bretland Þýskaland Bandaríkin Japan 1,0 1,2 1,4 1,6 1,8 2,0 2,2 2,4 2,6 2,8 3,0 MAMFJDNOSÁJJMAMFJ 2007 2008 Heimild: Reuters EcoWin. Mynd II-3 Hagvöxtur á Norðurlöndunum Magnbreyting vergrar landsframleiðslu Breyting frá sama ársfjórðungi fyrra árs (%) Finnland Noregur Svíþjóð Danmörk -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 ‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.