Peningamál - 01.07.2008, Side 19

Peningamál - 01.07.2008, Side 19
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 19 Að peningamarkaðir, gjaldeyrismarkaðir og eftirmarkaðir með verð- bréf starfi eðlilega er mikilvægt fyrir miðlun peningastefnunnar. Eðlileg starfsemi markaða er þar að auki lykilundirstaða langtíma- hagvaxtar og stöðugleika. Á síðustu mánuðum hefur hins vegar hrikt í þessum mikilvægu undirstöðum vegna fjármálaóróa í kjölfar alþjóðlegrar lánsfjárkreppu. Mikilvægt er að markaðsaðilar haldi áfram að bregðast við þessari stöðu á viðeigandi hátt. Framþróun og vöxtur skilvirkra skiptasamninga- og afl eiðumarkaða mun áfram gegna mikilvægu hlutverki í því að bæta áhættustjórnun, stuðla að fjármálastöðugleika og að lokum verðstöðugleika og almennum efnahagslegum stöðugleika.1 Peninga- og vaxtaskiptamarkaðir Peningamarkaðir, þar sem samkeppni ríkir og seljanleiki er nægur, veita markaðsaðilum aðgang að skammtímafjármögnun eða fjár- festingartækifærum og færi á að meðhöndla lausafjáráhættu. Auk þess styðja þeir við miðlun peningastefnunnar út í raunhagkerfi ð, veita upplýsingar um mat markaðsaðila á framtíðarþróun vaxta og bæta verðmyndun fjáreigna. Á síðustu mánuðum hafa lítil viðskipti átt sér stað á millibankamarkaði með krónur þar sem viðskiptabank- ar og sparisjóðir gera skammtíma lánasamninga sín á milli. Seljanleiki á innlendum markaði varð að engu um leið og óróa gætti þegar dró úr framboði erlendrar fjármögnunar í gegnum gjaldeyrisskipta- samninga.2 Veltan minnkaði úr 80 ma.kr. í mars í 12,7 ma.kr. í apríl og dróst enn frekar saman í maí í 9,5 ma.kr. (sjá mynd 1). Ókyrrð á peningamarkaði hefur komið fram víða um heim og millibanka- vextir í þróuðum löndum hafa hækkað ört sem endurspeglar hærri lánsáhættu. Á Íslandi hefur takmarkaður aðgangur að lausafé og takmarkaður vilji til viðskipta fyrst og fremst valdið aðlögun á um- fangi viðskipta. Erlendir aðilar hika enn við að taka beina lánsáhættu í íslenskum bönkum og kjósa heldur ríkistryggð verðbréf í krónum. Umsvif á vaxtaskiptamarkaði hafa einnig dregist verulega saman eft- ir að útgáfa jöklabréfa stöðvaðist. Mikilvægt er að bregðast við undirliggjandi ástæðum þess að skammtíma lausafjárstýring bankanna fari ekki fram á peningamark- aði og þeir kjósi fremur að leggja umfram lausafé inn á reikninga í Seðlabankanum. Þegar vísbendingar koma fram um að alþjóðlegir fjármálamarkaðir séu að færast í eðlilegt horf gæti verið gagnlegt að endurskoða uppbyggingu peningamarkaðarins til að auka hvata markaðsaðila til að lána hvor öðrum og auka þannig skilvirkni mark- aðarins. Í öðru lagi kann að vera æskilegt að laða stórar innlendar, og mögulega erlendar, fjármálastofnanir að peningamarkaði til að auka samkeppni. Auk þess munu umbætur á peningamarkaði víðs vegar í heiminum og á fjármögnunarskilyrðum íslenskra banka hafa jákvæð smitáhrif á innlendan peningamarkað. Gjaldeyrismarkaðir Gjaldeyrismarkaður, þar sem seljanleiki er nægur, hjálpar til við að draga úr fl ökti núgengis og kostnaði gjaldeyrisviðskipta. Verðlagning á íslenska stundarmarkaðnum með gjaldeyri (e. spot FX market) virk- ar nokkuð vel en seljanleiki á markaði, t.d. þegar hann er áætlaður út frá kaup-/sölubilum, er samt sem áður minni en á öðrum litlum þróuðum gjaldeyrismörkuðum. Engu að síður gæti fjölgun erlendra Rammagrein III-1 Mikilvægi skilvirkra fjármálamarkaða 1. Til frekari upplýsinga, sjá t.d. Gray, S. T and N. Talbot (2006). „Developing financial markets“. Bank of England, Handbooks in Central Banking, no. 26 og Bernanke, B. S. (2008). „Liquidity provision by the Federal Reserve“, ræða í Federal Reserve Bank of Atlanta 13. maí 2008. 2. Auk þess getur 75 ma.kr. útgáfa Seðlabanka Íslands á innstæðubréfum hafa stuðlað að því að það dró úr seljanleika og innlendir markaðsaðilar hiki nú við að stunda viðskipti á millibankamarkaði þar sem ekkert veð liggur að baki viðskiptanna. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 1 Velta á millibankamarkaði með krónur Janúar 2006 - maí 2008 Ma.kr. Yfir nótt Vika Tvær vikur - eitt ár 0 50 100 150 200 250 2006 2007 2008 Mynd 2 Dagleg velta á millibankamarkaði með gjaldeyri Daglegar tölur 3. apríl 2006 - 29. maí 2008 M.kr. Viðskiptavegin vísitala Velta (h. ás) Viðskiptavegin vísitala (v. ás) Heimild: Seðlabanki Íslands. 110 115 120 125 130 135 140 145 150 155 160 0 15 30 45 60 75 90 105 120 135 150 20072006 2008

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.