Peningamál - 01.07.2008, Síða 20

Peningamál - 01.07.2008, Síða 20
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 20 viðskiptavaka aukið seljanleika á markaði. Við núverandi aðstæður skiptir röskun gjaldeyrisskiptamarkaðar þar sem innlendir bankar eru tregir til að eiga viðskipti hins vegar mestu máli. Erfi ð fjármögnunar- skilyrði á erlendum mörkuðum, sem endurspeglast í hækkun skulda- tryggingarálags (þar sem seljanleiki er þó hlutfallslega takmarkaður), koma fram í verði gjaldeyrisskiptasamninga.3 Meginverkefni Seðla- bankans í kjölfar alþjóðalánsfjárkreppunnar hefur verið að tryggja trúverðugleika íslensks fjármálakerfi s. Gjaldeyrisskiptasamningar við aðra norræna seðlabanka hafa verið ein leiðin til þess. Mikilvægt er að hlúa að vexti eðlilega starfandi gjaldeyrisaf- leiðumarkaða fyrir framvirka samninga, skiptasamninga og valrétti. Tilvist virkra gjaldeyrisafl eiðumarkaða auðveldar áhættudreifi ngu, stuðlar að betri fjárfestingarákvörðunum og minnkar fl ökt núgeng- is. Nú um stundir neyðast fyrirtæki og fjárfestar nánast til þess að verjast gjaldmiðlaáhættu á stundarmarkaði þar sem erfi tt er að gera framvirka samninga. Það á þátt í að stuðla að umframfl ökti núgengis krónunnar (sjá myndir 2 og 3). Á síðustu mánuðum hefur krónan haldið áfram að veikjast sem hvetur til enn frekari varna gegn gjald- miðlaáhættu. Hugsanleg lausn væri að stuðla að þróun skipulegs markaðar fyrir afl eiðuviðskipti til viðbótar við skiptasamninga sem eiga sér stað utan kauphalla (e. over-the-counter). Skipulögð kaup- hallarviðskipti geta reynst betur en viðskipti utan verðbréfamarkaða til að draga úr mótaðilaáhættu, auðvelda verðmyndun og veita að- gang að fjármálagjörningum til áhættustýringar fyrir lítil fyrirtæki.4 Eftirmarkaðir og aðlögun viðskiptahallans Mat á nær áhættulausu vaxtarófi út frá vaxtamyndun á eftirmörk- uðum hefur raskast verulega þar sem eftirspurn eftir verðbréfum í krónum með gott lánshæfi smat hefur verið mikil samanborið við takmarkað framboð. Takmarkað framboð veldur því að verð skulda- bréfa stjórnast frekar af skammtíma röskunum en hefðbundnum efnahagslegum grunnþáttum. Hlutfall útistandandi jöklabréfa af vergri landsframleiðslu hefur lækkað á síðustu mánuðum. Engu að síður er mikilvægt að huga að því að verulegt hlutfall þeirra er á gjalddaga síðar á þessu ári og í byrjun þess næsta og það getur haft áhrif á gengi krónunn- ar og fjármálastöðugleika (sjá mynd 4). Ólíklegt er að fl eiri stórar útgáfur jöklabréfa verði gefi n út á næstunni þar sem útgáfan byggist á hlutfallslegum yfi rburðum íslenskra banka í fjármögnun í erlendum gjaldmiðli. Út frá sjónarhorni fjármálastöðugleika er því æskilegt að auka framboð ríkistryggðra skuldabréfa til að veita sumum eigendum jöklabréfa færi á að halda áfram stöðutöku sinni í krónunni með því að fjárfesta í ríkistryggðum skuldabréfum. Útgáfa skuldabréfa myndi forða þeim langtímafjárfestum sem vilja taka stöðu með krónunni frá því að þurfa að selja krónur í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Þetta gæti því hjálpað til við að létta á frekari þrýstingi til lækkunar krón- unnar og koma í veg fyrir mjög hraða aðlögun viðskiptahallans þeg- ar innstreymi fjármagns stöðvast skyndilega. Til meðallangs tíma litið má þó segja að betra sé að nota innstreymi fjármagns í ábatasamar fjárfestingar á Íslandi en í fjárfestingar í ríkisskuldabréfum. Mikilvægt er að hafa hugfast að ríkissjóður er nú nánast skuldlaus og hefur því litla þörf fyrir útgáfu nýrra skuldabréfa. 3. Sjá rammagrein III-1 í Peningamálum 2008/1 og viðauka 2 í Fjármálastöðugleika 2008. 4. Til frekari upplýsinga, sjá: Chan-Lau, J. A. (2005). „Hedging foreign exchange risk in Chile: markets and instruments“, IMF Working Paper, no. 37. 5. Á eftirmörkuðum eiga sér stað viðskipti með verðbréf eftir að þau eru upphaflega gefin út og þangað til að þau koma á gjalddaga. Heimild: Bloomberg. Mynd 3 EURISK afleitt flökt Daglegar tölur 1. júlí 2005 - 30. maí 2008 EURISK % Gengi krónu gagnvart evru (v. ás) Eins mánaðar afleitt flökt (h. ás) Eins mánaðar sögulegt flökt (h. ás) 70 77 84 91 98 105 112 119 126 0 5 10 15 20 25 30 35 40 2008200720062005 Ma.kr. Mynd 4 Skuldabréfaútgáfa í íslenskum krónum erlendis1 Mánaðarlegar tölur % af VLF Tilkynntar útgáfur erlendra skuldabréfa (v. ás) Á gjalddaga (v. ás) Útistandandi erlend skuldabréf (h. ás) 1. Gögn til og með 1. júlí 2008. Heimildir: Reuters, Seðlabanki Íslands. -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 80 100 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 ‘1120102009200820072006‘05
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.