Peningamál - 01.07.2008, Page 29

Peningamál - 01.07.2008, Page 29
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 29 húsnæði á botni lægðarinnar sem gæti tafið bata. Líklegast er þó að áhrifin verði ekki mjög mikil. Í grunnspánni er gert ráð fyrir rúmlega 5% samdrætti íbúða- fjárfestingar í ár og enn meiri samdrætti á árunum 2009 og 2010. Í spánni lækkar hlutfall íbúðafjárfestingar af landsframleiðslu í 5% sem er nálægt metnu langtímajafnvægi.6 Spáð er rúmlega 1% hagvexti í ár en samdrætti á árunum 2009 og 2010 Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var liðlega 1% hag- vöxtur á fyrsta fjórðungi ársins. Miklu hagvaxtarskeiði er að ljúka og samdráttartímabil er framundan. Undangengin fimm ár hefur verg landsframleiðsla vaxið um tæplega 30% á föstu verði sem var borinn uppi af 44% vexti innlendrar eftirspurnar. Í ár er gert ráð fyrir að bæði einkaneysla og fjárfesting dragist saman og samdráttur innlendrar eft- irspurnar nemi u.þ.b. 2%. Samkvæmt grunnspánni eykst útflutningur nokkuð, annars vegar vegna gengis lækkunar krónunnar en einnig vegna aukins útflutnings áls. Spáð er að hagvöxtur í ár verði rúmlega 1%. Á árunum 2009 og 2010 er á heildina litið spáð svipuðum samdrætti og í síðustu spá, eða u.þ.b. 2% á hvoru árinu fyrir sig. Samdráttinn verður hins vegar að skoða í samhengi við gríðarlegan vöxt undanfarin ár (sjá töflu IV-1). Framleiðsluspenna hjaðnar hratt en minni slaka er spáð á næstu árum vegna hægari vaxtar framleiðslugetu Framleiðsluspenna hjaðnar ört og verður neikvæð um miðbik næsta árs gangi spáin eftir. Aðrar vísbendingar, t.d. könnun meðal forsvars- manna 400 stærstu fyrirtækja landsins, gefa einnig tilefni til að ætla að framleiðsluspenna hjaðni ört. Hlutfall fyrirtækja sem segjast skorta 6. Sjá Lúðvík Elíasson og Þórarinn G. Pétursson (2008), „The residential housing market in Iceland: Analysing the effects of the recent mortgage market restructuring”, Housing Studies, væntanleg. Heimildir: Fasteignamat ríkisins, Morgunblaðið, Seðlabanki Íslands. Fjöldi eigna til sölu á fasteignavef Morgunblaðsins/Mánaðarvelta Mynd IV-10 Óseldar fasteignir Ágúst 2006 - júní 2008 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 200820072006 1. Grunnspá Seðlabankans 2008-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-11 Hagvöxtur 1991-20101 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 1. Grunnspá Seðlabankans 2008-2010. Heimild: Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Mynd IV-12 Framleiðsluspenna 1991-20101 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 Tafla IV-1 Breytingar á mismunandi tímabilum (%) 2002-20071 2007-20102 Einkaneysla 39,4 -15,7 Samneysla 15,6 11,4 Fjármunamyndun 97,9 -6,1 Atvinnuvegafjárfesting 134,4 -11,1 Íbúðafjárfesting 74,7 -20,5 Opinber fjárfesting 28,4 42,1 Þjóðarútgjöld 43,8 -7,4 Útflutningur vöru og þjónustu 32,5 7,7 Innflutningur vöru og þjónustu 78,3 -7,1 Verg landsframleiðsla 28,4 -2,8 Ráðstöfunartekjur3 26,7 -10,8 Húsnæðisverð að nafnvirði 103,5 -18,8 Húsnæðisverð að raunvirði 65,5 -34,2 1. Breyting frá meðaltali ársins 2002 til meðaltals ársins 2007. 2. Breyting frá meðaltali ársins 2007 til meðaltals ársins 2010 í grunnspá Seðlabankans. 3. Ráðstöfunartekjur eru mat Seðlabankans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.