Peningamál - 01.07.2008, Page 38

Peningamál - 01.07.2008, Page 38
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 38 aðila á Íslandi í tengslum við álframleiðslu. Því er gert ráð fyrir að þróun ávöxtunar innlendrar hlutafjáreignar í eigu erlendra aðila verði til þess að auka hallann á þessu ári frekar en að draga úr honum. Viðskiptahalli meiri en í fyrri spá Í grunnspá Seðlabankans er viðskiptahallinn meiri en í fyrri spá. Spáð er að hallinn nemi 17,4% af landsframleiðslu á þessu ári. Það skýrist einkum af hærra verðmæti innflutnings en áður var spáð. Þótt inn- flutningur að magni til muni dragast saman enn frekar á árinu en áður var spáð, er verðmæti hans meira til að byrja með. Gert er ráð fyrir að gengi krónunnar verði lægra á þessu ári en í fyrri spá og veldur það því að verðmæti innflutningsins eykst í krónum talið. Á móti kemur að gert er ráð fyrir að halli á þáttatekjujöfnuði verði minni en í fyrri spá sökum hlutfallslega lítils halla á fyrsta ársfjórðungi. Þó er því spáð að hallinn fari vaxandi út árið í ljósi versnandi viðskiptakjara og lak- ari ávöxtunar hlutafjár. Spáð er nokkru meiri viðskiptahalla á næstu tveimur árum en í aprílspánni þótt áfram gildi að hallinn fari smám saman minnkandi.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.