Peningamál - 01.07.2008, Qupperneq 39

Peningamál - 01.07.2008, Qupperneq 39
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 39 VIII Verðlagsþróun Verðbólga hefur aukist hratt undanfarna mánuði, mun meira en spáð var í síðustu Peningamálum, og mældist 12,7% í júní. Mikill verðbólgu- þrýstingur hefur birst í langflestum undirþáttum vísitölu neysluverðs. Áhrif gengislækkunar krónunnar á fyrsta fjórðungi þessa árs á verðlag innfluttrar vöru voru töluvert meiri og komu hraðar fram en búist var við. Hugsanlegt er að uppsafnaður dulinn kostnaðarþrýstingur vegna launahækkana, hækkunar olíu- og matvælaverðs á heimsmarkaði o.fl. hafi komið fram þegar gengi krónunnar féll. Þjónustuverðbólga hefur einnig aukist mikið frá því í mars sl. Minni hækkun húsnæðisliðar hefur vegið á móti, enda hefur íbúðaverð lækkað á síðustu mánuðum. Verðbólga hefur ekki verið meiri síðan árið 1990 Á þessu ári hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,5% að meðaltali milli mánaða. Verðbólga var 7% á fyrsta fjórðungi þessa árs og í síðustu Peningamálum var spáð að hún yrði 9,7% á öðrum fjórðungi ársins. Í reynd var verðbólgan rúmum tveimur prósentum meiri eða 12% og hefur ekki verið meiri síðan árið 1990. Undirliggjandi verðbólga miðað við kjarnavísitölu 3 mældist rúmlega 10% í júní. Hún hefur ekki aukist jafn hratt og heildarverðbólgan þar sem áhrif hækkunar raunvaxta og verðhækkunar búvöru, ávaxta, grænmetis og bensíns eru undanskilin, en hefur þó aukist um þrjár prósentur frá marsmánuði. Samsetning verðbólgunnar hefur einnig breyst eftir að húsnæðis- verðbólga tók að hjaðna og gengi krónunnar lækkaði. Verðhækkun innfluttrar vöru skýrir nú tæplega 40% af tólf mánaða verðbólgu og vægi húsnæðisþáttarins hefur minnkað. Verðbólga án húsnæðis hefur því aukist mjög hratt og mældist rúmlega 12% í júní samanborið við 2,3% í ársbyrjun. Veruleg kólnun á húsnæðismarkaði Umsvif á húsnæðismarkaði hafa dregist verulega saman frá áramót- um og velta verið með minnsta móti. Árstíðarleiðrétt íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí lækkað um 2½% að nafnvirði frá ársbyrjun og um 7% að raunvirði. Verð á landsbyggðinni hefur þróast með svipuðum hætti. Því hefur dregið úr árshækkun íbúðaverðs á öllu landinu, sem nam rúmlega 7% í júní.1 Framboð lánsfjár bæði í inn- lendum og erlendum gjaldmiðlum hefur minnkað undanfarna mánuði og kaupmáttur ráðstöfunartekna dregist saman. Lausafjárkreppa og órói á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hafa leitt til þess að innlend- ir viðskiptabankar hafa dregið úr útlánum og lækkað veðhlutföll. Lánsfjáreftirspurn hefur því beinst í auknum mæli að Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum. Einnig hafa mikil verðbólga, sveiflur í gengi krónunnar og horfur um verðlækkun húsnæðis hugsanlega dregið úr lánsfjáreftir- spurn og áhuga einstaklinga á að kaupa húsnæði. Nýlegar breytingar er varða lánafyrirkomulag hjá Íbúðalánasjóði munu þó auka lánsfjár- aðgang þar sem lánveitingin tekur framvegis mið af kaupverði eigna í stað brunabótamats auk þess sem hámarkslánsfjárhæð var hækkuð (sjá kafla III og IV). 1. Samkvæmt vísitölu markaðsverðs hjá Hagstofu Íslands. Mynd VIII-1 Verðbólga janúar 2001 - júní 20081 0 2 4 6 8 10 12 14 20082007200620052004200320022001 12 mánaða breyting vísitölu (%) 1. Kjarnavísitölur mæla undirliggjandi verðbólgu, kjarnavísitala 1 er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns. Í kjarnavísitölu 2 er að auki verðlag opinberrar þjónustu undanskilið. Kjarnavísitala 3 undanskilur til viðbótar áhrif af breytingum raunvaxta. Heimild: Hagstofa Íslands. Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 1 Kjarnavísitala 2 Kjarnavísitala 3 Verðbólgumarkmið Seðlabankans Mynd VIII-2 Verðbólga á ýmsa mælikvarða janúar 2001 - júní 2008 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Vísitala neysluverðs án húsnæðis Kjarnavísitala 3 án skattaáhrifa Vísitala neysluverðs án beinna áhrifa lækkunar óbeinna skatta -2 0 2 4 6 8 10 12 14 20082007200620052004200320022001 Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VIII-3 Dreifing verðhækkana vísitölu neysluverðs janúar 2001 - júní 2008 12 mánaða breyting vísitölu (%) % Hlutfall vöruflokka sem hækka í verði (v. ás)1 Vísitala neysluverðs (h. ás) 0 10 20 30 40 50 60 70 80 0 2 4 6 8 10 12 14 16 20082007200620052004200320022001 1. Notað er 3 mánaða miðsett meðaltal. Heimild: Hagstofa Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.