Peningamál - 01.07.2008, Síða 57
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
8
•
2
57
Viðauki 3
Ísland og Lettland: Þjóðhagsleg
aðlögun og peningastefna
Athyglisvert er að bera árangurinn af hagstjórn á Íslandi saman við ár-
angur annarra ríkja sem eiga við svipuð vandamál að stríða en búa við
annað fyrirkomulag peningamála, t.d. fastgengisstefnu. Undanfarin ár
hafa Ísland og Lettland þurft að glíma við mikla verðbólgu, sem stafar
aðallega af mikilli innlendri eftirspurn, og mikinn viðskiptahalla. Mikill
útlánavöxtur hefur orsakað eftirspurnardrifna verðbólgu í báðum lönd-
unum og stuðlað að hækkun fasteignaverðs. Munurinn er hins vegar
sá að á Íslandi er rekin sjálfstæð peningastefna með fl jótandi gengi en
í Lettlandi er í gildi fastgengisstefna gagnvart evrunni.
Frá því að Lettland öðlaðist sjálfstæði árið 1991 og til ársins 1998
var mikil verðbólga þar í landi. Hún stafaði fyrst í stað aðallega af
nauðsynlegum breytingum þar í landi eftir áralangan áætlanabúskap.
Við tók tímabil verðstöðugleika með ársverðbólgu nálægt 2% fram til
ársins 2004. Fastgengisstefna hefur verið við lýði í Lettlandi frá árinu
1994. Þann 1. janúar 2005 var gengi lettneska gjaldmiðilsins fest við
gengi evrunnar í stað myntkörfu sem samanstóð af Bandaríkjadal, evr-
unni, breska pundinu og japanska jeninu. Var það gert til að tryggja
stöðugleika og auka erlenda fjárfestingu og útfl utning, auk þess að
auðvelda upptöku evrunnar síðar meir. Um svipað leyti hófst hins
vegar, eins og á Íslandi, tímabil vaxandi verðbólgu. Frá 2004 hefur
verðbólga aðeins einu sinni farið niður fyrir 6% og ársverðbólga í apr-
íl 2008 mældist 17,5%, sem er mesta verðbólga frá því í ágúst árið
1996. Einkennin voru fl est hin sömu og hér á landi. Viðskiptahallinn
jókst úr 4,8% af landsframleiðslu árið 2000 í 22,8% af landsfram-
leiðslu árið 2007. Útlán hafa aukist mjög hratt undanfarin ár en þau
eru í mun meira mæli veitt í erlendum gjaldmiðlum, einkum evrum, en
hér á landi. Árið 2007 voru 86% útlána í Lettlandi í evrum.
Hin ósamrýmanlega þrenning
Kenningin um hina ósamrýmanlegu þrenningu segir að hvert ríki geti
aðeins valið tvo af eftirfarandi þremur möguleikum: frjálst fl æði fjár-
magns, sjálfstæða peningastefnu eða fast gengi.1 Ástæðan er sú að ef
ríki ákveður að hefta ekki fl æði fjármagns og hafa fast gengi verður
peningastefnan bundin af því að halda genginu föstu og er því í raun í
höndum seðlabanka þess ríkis sem gjaldmiðillinn er festur við. Hækkun
vaxta, t.d. til að stemma stigu við verðbólgu, leiðir til þess að fjármagn
fl æðir inn í landið og gengi gjaldmiðilsins hækkar, sem samrýmist ekki
fastgengisstefnunni. Ísland og Lettland hafa bæði kosið að hindra ekki
fl æði fjármagns, en íslensk stjórnvöld kusu að hafa sjálfstæða pen-
ingastefnu en lettnesk stjórnvöld að hafa fast gengi. Það er eðlilegt
í ljósi þess að stefna Lettlands er að taka upp evruna, helst ekki síðar
1. Mundell, Robert A. (1963). Capital Mobility and Stabilization Policy Under Fixed and
Flexible Exchange Rates. Canadian Journal of Economics and Political Science, 29(4),
475-485.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Hagstofa Lettlands.
Mynd 1
Verðbólga á Íslandi og í Lettlandi
Janúar 2000 - maí 2008
12 mánaða breyting (%)
Ísland
Lettland
0
2
4
6
8
10
12
14
16
18
20
200820072006200520042003200220012000