Peningamál - 01.07.2008, Síða 60

Peningamál - 01.07.2008, Síða 60
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 60 Viðauki 4 Horfur um fjölgun evruríkja á komandi árum Þann 1. maí 2004 gengu tíu ríki, Eistland, Kýpur, Lettland, Lithá- en, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland, í Evrópu sambandið (ESB). Tæpum þremur árum seinna, 1. janúar árið 2007, bættust Búlgaría og Rúmenía í hópinn. Samkvæmt Maastricht- sáttmálanum ber ríkjum sem ganga í ESB að taka upp evru þegar nægilegum efnahagslegum stöðugleika hefur verið náð, þ.e.a.s. sam- leitniskilyrðin (e. convergence criteria) eru uppfyllt. Aðeins tveimur ríkjum, Danmörku og Bretlandi, hefur verið veitt formleg undanþága frá því. Því ber nýjum ESB-ríkjum auk Svíþjóðar að taka upp evru við fyrsta tækifæri. Maastricht-skilyrðin Mikill undirbúningur þarf að eiga sér stað áður en unnt er að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil. Aukin efnahagsleg samleitni þátttökuríkja Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) er talin nauðsynleg for- senda þess að unnt sé að taka upp evru með árangursríkum hætti. Til að tryggja þessa samleitni þurfa þátttökuríkin að uppfylla ákveð- in efnahagsleg skilyrði, gjarnan kölluð Maastricht-skilyrðin.1 Skilyrðin lúta að meginþáttum efnahagsmála: verðbólgu, vöxtum, stöðugleika í gengismálum auk afkomu hins opinbera og skuldum þess. 1. Kennt við borgina Maastricht í Hollandi en sáttmálinn sem inniheldur upplýsingar um þau skilyrði sem ríki skulu uppfylla til að eiga kost á aðild að EMU var undirritaður þar. Tafl a 1 Maastricht-skilyrðin Skilyrði Lýsing Verðstöðugleiki Verðbólga skal ekki vera meira en sem nemur 1,5 prósentu meiri en í þeim þremur ESB-löndum er hafa hagstæðustu verðbólguþróunina. Vaxtamunur Nafnvextir langtímaskuldabréfa skulu ekki vera meira en 2 prósentum hærri en langtímavextir í þeim þremur ESB-lönd- um er hafa hagstæðustu verðbólguþróunina. Stöðugleiki í Ríki skal hafa verið aðili að gengissamstarfi Evrópu (ERM II) gengismálum í a.m.k. tvö ár án gengisfellingar. Gjaldmiðill ríkisins má ekki sveifl ast um meira en ±15% í kringum það miðgildi sem ákvarðað er í ERM II. Afkoma hins opinbera Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera meiri en sem nemur 3% af vergri landsframleiðslu (VLF). Skuldir hins Skuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en sem opinbera nemur 60% af VLF eða að skuldahlutfallið stefni nægilega hratt að því marki ef það er hærra en 60%.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.