Peningamál - 01.07.2008, Page 62

Peningamál - 01.07.2008, Page 62
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 62 er nálægt því að uppfylla samleitniskilyrðið um verðstöðugleika. Þar til nýlega var verðbólga í Póllandi innan þeirra marka sem Maastricht- skilyrðið kveður á um. Verðbólga þar í landi hefur hins vegar farið vax- andi undanfarið vegna hækkunar á matvæla-, orku- og olíuverði, auk þess sem hærri launakostnaður hefur valdið auknum verðbólguþrýst- ingi. Samkvæmt spám mun verðbólga í Póllandi aftur komast niður á stig sem samrýmist Maastricht-skilyrðinu árið 2010. Stjórnvöld í Pól- landi, Tékklandi og Ungverjalandi hafa ekki tiltekið nákvæma dagsetn- ingu fyrir upptöku evru utan að segja að evra verði tekin upp eins fl jótt og mögulegt er. Það er þó ljóst að upptaka evru mun ekki verða að veruleika fyrr en í fyrsta lagi árið 2011. Búlgaría og Rúmenía gengu í ESB tæpum þremur árum seinna en ríkin sem rætt hefur verið um hér að ofan og því hefur þeim gefi st styttri tími fyrir undirbúning að upptöku evrunnar en hinum löndunum tíu. Búlgaría og Rúmenía hafa þó metnaðarfullar áætlanir um upptöku evrunnar. Stjórnvöld í Búlgaríu stefna að því að ganga í ERM II fl jótlega og að taka upp evru eins fl jótt og unnt er. Stjórnvöld í Rúmeníu stefna að því að taka upp evru árið 2014.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.