Peningamál - 01.07.2008, Qupperneq 68

Peningamál - 01.07.2008, Qupperneq 68
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á 2 0 0 8 • 2 68 Flestallir seðlabankar halda gjaldeyrisforða í einhverjum mæli. Til- gangurinn getur verið mismunandi og því eru engar reglur eða almennt viðurkennd viðmið til um hver skuli vera lágmarksstærð forða1. Gjaldeyrisforðinn aukinn gegnum reglubundinn gjaldeyriskaup Haustið 2002 hóf Seðlabankinn að kaupa gjaldeyri á innlendum gjaldeyrismarkaði eftir fyrirfram tilkynntri áætlun2. Frá þeim tíma og fram á þetta ár keypti bankinn rúmlega 2 milljarða Bandaríkjadala á innlendum millibankamarkaði með reglulegum kaupum. Andvirði kaupanna var í fyrstu varið til þess að endurgreiða erlendar skamm- tímaskuldir Seðlabankans og lauk því upp úr miðju ári 2003. Í kjöl- farið voru endurgreiddar erlendar skuldir ríkissjóðs og leiddi það til þess m.a. að hreinar erlendar skuldir ríkissjóðs eru nú engar. Á vissan hátt má segja að í því felist óbeinn gjaldeyrisforði í þeim skilningi að skuldlaus ríkissjóður með viðunandi lánshæfi smat hefur að öðru jöfnu greiðan aðgang að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Reglu- legum gjaldeyriskaupum var tímabundið hætt í lok mars sl. vegna aðstæðna sem þá ríktu á gjaldeyrismarkaði. Þau verða hafi n á ný þegar aðstæður leyfa. Gjaldeyrisforðinn stórefl dur gegnum erlenda lántöku Gjaldeyrisstaða Seðlabankans efl dist úr 7 milljörðum króna á miðju ári 2001 í um 60 milljarða króna haustið 2006. Undir lok þess árs var tekið erlent lán fyrir frumkvæði Seðlabankans í því skyni að efl a forðann. Lántakan leiddi til þess að gjaldeyrisforði bankans tvöfald- aðist. Í rammagrein í Fjármálastöðugleika 2007 var fjallað um efl - ingu forðans og sjónarmið sem höfð voru til hliðsjónar á þeim tíma. Aðgengi að erlendu lausafé efl t með gerð skiptasamninga Í maí sl. gerði Seðlabankinn tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamninga við þrjá norræna seðlabanka að fjárhæð samtals 1,5 milljarðar evra. Skiptasamningarnir eru í reynd ígildi forða. Að þeim meðtöldum er gjaldeyrisforði Seðlabankans í dag um 3,5 milljarðar evra, þ.e. um 400 milljarðar króna. Þar sem erlendar skuldir Seðlabankans eru engar um þessar mundir hefur gjaldeyrisstaða hans efl st úr um 7 milljörðum króna á miðju ári 2001 í um 400 milljarða króna. Vilji stjórnvalda stendur til þess að efl a gjaldeyrisforðann enn frekar og er unnið að því. Ísland Svíþjóð Nýja Sjáland Ástralía Kanada Mynd 2 Gjaldeyrisforði í % af erlendum skuldum þjóðarbúsins Árlegar tölur 1990-2007 % Heimild: IMF. 0 2 4 6 8 10 12 14 16 ‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90 Mynd 3 Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands Ársfjórðungstölur Ma.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 50 100 150 200 250 ‘082007200620052004200320022001 1. Í þriðja hefti Peningamála árið 2005 birtist grein eftir Hauk C. Benediktsson og Sturlu Pálsson um gjaldeyrisforða seðlabanka. Þar er m.a. skýrður tilgangur ríkja með forðahaldi. 2. Á fyrri hluta ársins 2000 var gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands liðlega 30 milljarðar króna. Á miðju því ári hóf bankinn að grípa inn í viðskipti á gjaldeyrismarkaði í því skyni að reyna að hamla gegn lækkun á gengi krónunnar sem hófst þá um vorið. Til þess að ganga ekki á gjaldeyrisforðann voru inngripin fjármögnuð með erlendum skammtímalánum. Þetta leiddi til þess að gjaldeyrisstaða Seðlabankans rýrnaði verulega og var aðeins um 7 milljarðar króna á miðju ári 2001. Síðustu inngrip bankans á gjaldeyrismarkaði fóru fram haustið 2001. Í grein sem birtist í fyrsta hefti Peningamála árið 2003 fjölluðu Gerður Ísberg og Þórarinn G. Pétursson ítarlega um inngripin og áhrif þeirra á gengi krónunnar. Niðurstaða þeirra var að þau hefðu verið frekar takmörkuð. Rammagrein 1 Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands Ísland Svíþjóð Nýja Sjáland Ástralía Kanada Mynd 1 Gjaldeyrisforði 1990-2007 % af VLF Heimild: IMF. 0 2 4 6 8 10 12 14 16 ‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.