Peningamál - 01.05.2010, Page 14

Peningamál - 01.05.2010, Page 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 14 aðstæður yrði innlend eftirspurn veikari en í grunnspánni, slakinn meiri og samdráttarskeiðið lengra. Hlutfall einkaneyslu af landsframleiðslu á raunvirði fór lægst í tæplega 47% á fjórða ársfjórðungi 2008. Þetta er lægsta hlutfall einkaneyslu af landsframleiðslu frá því að mælingar hófust en hlutfall- ið hefur verið um 57% að meðaltali síðustu þrjátíu ár. Hlutfallið hefur heldur hækkað frá árslokum 2008 og mældist í árslok 2009 um 51%. Samkvæmt grunnspánni heldur það áfram að hækka og er komið í tæplega 53% í lok spátímans. Spáin um bata einkaneyslu er því varfærin, enda heimilin skuldsett og lækkun ráðstöfunartekna mikil. Í fráviksdæminu er hins vegar gert ráð fyrir að batinn verði enn hægari og að hlutfall einkaneyslu af landsframleiðslu haldist svo til óbreytt í rúmlega 50% út spátímann. Í því felst að vöxtur einkaneyslu verður tæplega 1% á þessu ári og u.þ.b. 1% á næstu tveimur árum, sem er nokkru minni vöxtur en í grunnspánni. Hagvaxtarhorfur samkvæmt fráviksdæminu eru því dekkri og yrði samdráttur landsframleiðslu á þessu ári hátt í 4%. Meiri slaki í þjóðarbúinu kallar að öðru óbreyttu á lægri vexti sem valda heldur lægra gengi krónunnar á spátímanum. Lægri vextir og lægra gengi krónunnar styðja við fjárfestingu og útflutning sem, ásamt minni innflutningi, leiðir til þess að hagvöxtur næstu tveggja ára er svipaður og í grunnspánni. Eins og sjá má á mynd I-17 er framleiðsluslakinn meiri en í grunnspánni á öllu spátímabilinu. Lægri vextir og lægra gengi vega síðan á móti meiri slaka og leiða til þess að verðbólga verður mjög svipuð og í grunnspánni (mynd I-18). Hraðari aðlögun raungengis að langtímajafnvægi Í grunnspánni er gert ráð fyrir að raungengið sé nú undir langtíma- jafnvægisgildi og verði það um nokkurn tíma vegna mikillar erlendrar skuldsetningar þjóðarbúsins og hárrar áhættuþóknunar á íslenskar fjáreignir, sem m.a. endurspeglar takmarkaða trú á gengi krónunnar og lélegt lánshæfismat íslenskra aðila. Raungengisþróunin í grunn- spánni er því svipuð og t.d. þróun raungengis í Finnlandi í kjölfar fjár- málakreppunnar snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Í því felst að raungengið er í lok spátímans tæplega 10% undir langtímagildi sínu.7 Um þessa gengisspá ríkir hins vegar mikil óvissa þar sem mjög erfitt er að spá um gengi gjaldmiðla. Því er ekki útilokað að snarpur við- snúningur í utanríkisviðskiptum, meiri trúverðugleiki efnahagsstefnu stjórnvalda, hagstæðari þróun erlendra skulda (t.d. vegna betri heimta á erlendum eignum) og bætt lánshæfismat íslenskra aðila geti leitt til þess að raungengið hækki hraðar og verði hærra en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Í þessu fráviksdæmi er því gert ráð fyrir því að raungengið hækki hraðar en í grunnspánni og að þróunin verði frekar í takt við reynslu Suður-Kóreu og Tælands eftir fjármálakreppuna þar á seinni hluta tíunda áratugar síðustu aldar og verði u.þ.b. komið í jafnvægi á seinni hluta spátímans. Þótt hærra raungengi dragi eitthvað úr vexti útflutn- ings, ætti mikil skuldsetning íslenskra útflutningsfyrirtækja í erlendri 7. Þetta langtímajafnvægi er jafnframt heldur lægra en söguleg meðaltöl gefa til kynna. Sjá greinar Ásgeirs Daníelssonar (2009), „QMM: A steady state version“, Seðlabanki Íslands Working Papers, og Roberts Tchaidze (2007), „Estimating Iceland‘s real equilibrium exchange rate“, IMF Working Papers, nr. 07/276. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-18 Verðbólga - fráviksdæmi Breyting frá fyrra ári (%) Grunnspá Fráviksdæmi með veikari einkaneyslu Fráviksdæmi með sterkara raungengi Verðbólgumarkmið 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2013201220112010‘09 Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-17 Framleiðsluspenna - fráviksdæmi % af framleiðslugetu Grunnspá Fráviksdæmi með veikari einkaneyslu Fráviksdæmi með sterkara raungengi -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2013201220112010‘09

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.