Peningamál - 01.05.2010, Síða 14

Peningamál - 01.05.2010, Síða 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 14 aðstæður yrði innlend eftirspurn veikari en í grunnspánni, slakinn meiri og samdráttarskeiðið lengra. Hlutfall einkaneyslu af landsframleiðslu á raunvirði fór lægst í tæplega 47% á fjórða ársfjórðungi 2008. Þetta er lægsta hlutfall einkaneyslu af landsframleiðslu frá því að mælingar hófust en hlutfall- ið hefur verið um 57% að meðaltali síðustu þrjátíu ár. Hlutfallið hefur heldur hækkað frá árslokum 2008 og mældist í árslok 2009 um 51%. Samkvæmt grunnspánni heldur það áfram að hækka og er komið í tæplega 53% í lok spátímans. Spáin um bata einkaneyslu er því varfærin, enda heimilin skuldsett og lækkun ráðstöfunartekna mikil. Í fráviksdæminu er hins vegar gert ráð fyrir að batinn verði enn hægari og að hlutfall einkaneyslu af landsframleiðslu haldist svo til óbreytt í rúmlega 50% út spátímann. Í því felst að vöxtur einkaneyslu verður tæplega 1% á þessu ári og u.þ.b. 1% á næstu tveimur árum, sem er nokkru minni vöxtur en í grunnspánni. Hagvaxtarhorfur samkvæmt fráviksdæminu eru því dekkri og yrði samdráttur landsframleiðslu á þessu ári hátt í 4%. Meiri slaki í þjóðarbúinu kallar að öðru óbreyttu á lægri vexti sem valda heldur lægra gengi krónunnar á spátímanum. Lægri vextir og lægra gengi krónunnar styðja við fjárfestingu og útflutning sem, ásamt minni innflutningi, leiðir til þess að hagvöxtur næstu tveggja ára er svipaður og í grunnspánni. Eins og sjá má á mynd I-17 er framleiðsluslakinn meiri en í grunnspánni á öllu spátímabilinu. Lægri vextir og lægra gengi vega síðan á móti meiri slaka og leiða til þess að verðbólga verður mjög svipuð og í grunnspánni (mynd I-18). Hraðari aðlögun raungengis að langtímajafnvægi Í grunnspánni er gert ráð fyrir að raungengið sé nú undir langtíma- jafnvægisgildi og verði það um nokkurn tíma vegna mikillar erlendrar skuldsetningar þjóðarbúsins og hárrar áhættuþóknunar á íslenskar fjáreignir, sem m.a. endurspeglar takmarkaða trú á gengi krónunnar og lélegt lánshæfismat íslenskra aðila. Raungengisþróunin í grunn- spánni er því svipuð og t.d. þróun raungengis í Finnlandi í kjölfar fjár- málakreppunnar snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Í því felst að raungengið er í lok spátímans tæplega 10% undir langtímagildi sínu.7 Um þessa gengisspá ríkir hins vegar mikil óvissa þar sem mjög erfitt er að spá um gengi gjaldmiðla. Því er ekki útilokað að snarpur við- snúningur í utanríkisviðskiptum, meiri trúverðugleiki efnahagsstefnu stjórnvalda, hagstæðari þróun erlendra skulda (t.d. vegna betri heimta á erlendum eignum) og bætt lánshæfismat íslenskra aðila geti leitt til þess að raungengið hækki hraðar og verði hærra en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Í þessu fráviksdæmi er því gert ráð fyrir því að raungengið hækki hraðar en í grunnspánni og að þróunin verði frekar í takt við reynslu Suður-Kóreu og Tælands eftir fjármálakreppuna þar á seinni hluta tíunda áratugar síðustu aldar og verði u.þ.b. komið í jafnvægi á seinni hluta spátímans. Þótt hærra raungengi dragi eitthvað úr vexti útflutn- ings, ætti mikil skuldsetning íslenskra útflutningsfyrirtækja í erlendri 7. Þetta langtímajafnvægi er jafnframt heldur lægra en söguleg meðaltöl gefa til kynna. Sjá greinar Ásgeirs Daníelssonar (2009), „QMM: A steady state version“, Seðlabanki Íslands Working Papers, og Roberts Tchaidze (2007), „Estimating Iceland‘s real equilibrium exchange rate“, IMF Working Papers, nr. 07/276. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-18 Verðbólga - fráviksdæmi Breyting frá fyrra ári (%) Grunnspá Fráviksdæmi með veikari einkaneyslu Fráviksdæmi með sterkara raungengi Verðbólgumarkmið 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2013201220112010‘09 Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-17 Framleiðsluspenna - fráviksdæmi % af framleiðslugetu Grunnspá Fráviksdæmi með veikari einkaneyslu Fráviksdæmi með sterkara raungengi -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2013201220112010‘09
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.