Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 13

Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 13
GLÓÐAFEYKIR 13 Kaupfélag Skagfirðinga 90 ára Kaupfélag Skagfirðinga á 90 ára afmæli á þessu ári. Um leið og ég áma félaginu allra heilla á þessum merku tímamótum vil ég til glöggvunar minnast á fáein atriði úr sögu þess. Á síðastliðinni öld átti sér stað í löndum Evrópu öflug hreyfing meðal þjóða til heimtu frelsis og eflingar þess. Hingað til lands barst þessi hreyfing og féll í góðan jarðveg, því að lengi höfðu íslendingar illa unað erlendu valdi og þeirri áþján, sem einatt hafði verið því samfara, enda stóð ekki á því, að upp risu baráttumenn fyrir stjórn- skipulegu frelsi lands og þjóðar, og alþýða manna fylgdi forystu- mönnum sínum fast eftir. Eigi er það ætlan mín að rekja þá sögu, sem almennt er kunn. Hins vegar skal á það minnt, að samhliða öflugri hreyfingu til baráttu fyrir stjórnskipulegu frelsi myndaðist hreyfing eða máttug alda til aukins frelsis og framfara á sviði fleiri mála, eigi hvað sízt á sviði félagsmála og efnahagsmála, þar á meðal voru verzlun og viðskiptahættir. Kaupfélögin á Islandi eru sprottin upp úr þessum jarðvegi, einnig Kaupfélag Skagfirðinga. Með slíkum félögum vildu forystumenn þeirra efla samtök fólksins sjálfs til sjálfsbjargar og aukinnar hagsældar og þroska. Undanfarar kaupfélaganna hér á landi voru víða önnur verzlunarfélög. í Skagafirði má í þessu efni helzt nefna Grafarósfélag, sem myndað var upp úr útibúi Borðeyrarfélags, sem starfaði hér áður, svo og Vörupöntunarfélag Húnvetninga og Skagfirðinga á Sauðár- króki, en forystumenn þess félags gengust síðar fyrir stofnun Kaupfé- lags Skagfirðinga. Það var þann 23. apríl 1889, að stofnfundur Kaupfélags Skagfirð- inga var haldinn á Sauðárkróki, og hefir heimilisfang félagsins æ verið þar síðan og höfuðstöðvar þess. Fundinn sátu 11 menn úr 11 hreppum sýslunnar, ásamt fundarboðanda og ritara fundarins Ólafi Briem al- þingismanni, og teljast þessir menn stofnendur félagsins. Það voru merkismenn og áhrifamenn í Skagafirði, sem í upphafi stóðu að fé- laginu. Rétt þykir að geta þess, að fyrsti formaður félagsins var séra Zóphónías Halldórsson í Viðvík, og mun hann ásamt Ólafi Briem hafa átt mestan þátt í að móta stefnu félagsins. Næstur tók við for-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.