Glóðafeykir - 01.04.1979, Page 13

Glóðafeykir - 01.04.1979, Page 13
GLÓÐAFEYKIR 13 Kaupfélag Skagfirðinga 90 ára Kaupfélag Skagfirðinga á 90 ára afmæli á þessu ári. Um leið og ég áma félaginu allra heilla á þessum merku tímamótum vil ég til glöggvunar minnast á fáein atriði úr sögu þess. Á síðastliðinni öld átti sér stað í löndum Evrópu öflug hreyfing meðal þjóða til heimtu frelsis og eflingar þess. Hingað til lands barst þessi hreyfing og féll í góðan jarðveg, því að lengi höfðu íslendingar illa unað erlendu valdi og þeirri áþján, sem einatt hafði verið því samfara, enda stóð ekki á því, að upp risu baráttumenn fyrir stjórn- skipulegu frelsi lands og þjóðar, og alþýða manna fylgdi forystu- mönnum sínum fast eftir. Eigi er það ætlan mín að rekja þá sögu, sem almennt er kunn. Hins vegar skal á það minnt, að samhliða öflugri hreyfingu til baráttu fyrir stjórnskipulegu frelsi myndaðist hreyfing eða máttug alda til aukins frelsis og framfara á sviði fleiri mála, eigi hvað sízt á sviði félagsmála og efnahagsmála, þar á meðal voru verzlun og viðskiptahættir. Kaupfélögin á Islandi eru sprottin upp úr þessum jarðvegi, einnig Kaupfélag Skagfirðinga. Með slíkum félögum vildu forystumenn þeirra efla samtök fólksins sjálfs til sjálfsbjargar og aukinnar hagsældar og þroska. Undanfarar kaupfélaganna hér á landi voru víða önnur verzlunarfélög. í Skagafirði má í þessu efni helzt nefna Grafarósfélag, sem myndað var upp úr útibúi Borðeyrarfélags, sem starfaði hér áður, svo og Vörupöntunarfélag Húnvetninga og Skagfirðinga á Sauðár- króki, en forystumenn þess félags gengust síðar fyrir stofnun Kaupfé- lags Skagfirðinga. Það var þann 23. apríl 1889, að stofnfundur Kaupfélags Skagfirð- inga var haldinn á Sauðárkróki, og hefir heimilisfang félagsins æ verið þar síðan og höfuðstöðvar þess. Fundinn sátu 11 menn úr 11 hreppum sýslunnar, ásamt fundarboðanda og ritara fundarins Ólafi Briem al- þingismanni, og teljast þessir menn stofnendur félagsins. Það voru merkismenn og áhrifamenn í Skagafirði, sem í upphafi stóðu að fé- laginu. Rétt þykir að geta þess, að fyrsti formaður félagsins var séra Zóphónías Halldórsson í Viðvík, og mun hann ásamt Ólafi Briem hafa átt mestan þátt í að móta stefnu félagsins. Næstur tók við for-

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.