Glóðafeykir - 01.04.1979, Page 24
24
GLÓÐAFEYKIR
sinn Ingimar bónda á Litlahóli í Eyjafirði — en hann er hálfbróðir
Alberts.
Þessir fluttu ræður: Gísli Magnússon, Eyhildarholti, ÓI. Sigurðsson,
Hellulandi, Einar alþm. Arnason, Eyrarlandi, Sveinn Árnason, bók-
haldari hjá K.E.A. (sonur Árna Eiríkssonar frá Reykjum), Jón Árna-
son, frkv.stjóri, Albert Kristjánsson o.fl.
Kvæði fluttu þau Magnús Kr. Gíslason, bóndi á Vöglum í
Blönduhlíð, og María Rögnvaldsdóttir frá Réttarholti.
Kl. 8 um kvöldið hafði svo K.S. boð inni á hótel Tindastól. Voru þar
þeir utanhjeraðsmenn, er boðnir voru á afmælið, stjórn K.S., Sýslu-
mannshjónin (svo) og læknishjónin, hátíðanefndin og allir deildar-
stjórar og konur þeirra ásamt starfsfólki stofnunarinnar.
Þar fluttu þeir ræður: Sigurðar Þórðarson, frkvstj. Sigurður A.
Björnsson frá Veðramóti, Jón Árnason, frkv.stj. o.fl. Fór samsætið hið
besta fram.
I veitingaskálanum var öllum boðsmönnum veitt af hinni mestu
rausn. Gátu menn valið um: Skyr og mjólk, mjólk og brauð eða kaffi
með brauði eftir því sem hver og einn vildi. Dans var stiginn í Skag-
firðingabúð, en þar hafði verið settur upp danspallur.
Söngur var öðru hvoru um daginn af Karlakór Sauðárkróks sem
tókst ágætlega og var hinn mesti fagnaðarauki.
Samkomunni var slitið kl. 1 um nóttina og þótti hún hafa tekist
ágæta vel.“