Glóðafeykir - 01.04.1979, Page 53
GLÓÐAFEYKIR
53
Seyðisfirði. Hann kom til Sauðárkróks í ársbvrjun 1889 til að draga
skipið á flot. En verðið var hátt og bændur auralitlir eftir uppboðið á
vörunum úr Lady Bertha, sem menn höfðu boðið vel í.
Hinn 4. desember 1888 boðaði Ólafur Briem til fundar á Sauðár-
króki. Til hans komu þessir fulltrúar:
Úr Viðvíkurdeild: Séra Zóphónías Halldórsson, Viðvík.
Úr Lýtingsstaðadeild: Eyjólfur Hansson, Valadal.
Úr Hóladeild: Hermann Jónasson skólastjóri, Hólum.
Úr Sauðárdeild: Vigfús Guðmundsson, Sauðárkróki.
Úr Staðardeild: Jón Jónsson Hafsteinsstöðum.
Úr Rípurdeild: Jónas Jónsson, Hróarsdal.
Tvö mál voru lögð fyrir fundinn: 1.) pöntunarfélagshúsið og með-
ferð þess og 2.) framhald pöntunarinnar. Þessi fundur er haldinn í
nafni pöntunarfélagsins og skráður í gjörðabók þess. Það er samt ljóst
af henni, að húsmálið var aukaatriði. Ýmsar uppástungur komu
raunar fram, en samþvkkt að fresta allri ákvarðanatekt til fjölmennari
fundar. Framhald pöntunarinnar var aðalmál fundarins. Það hefur
verið talið pöntunarfélaginu óviðkomandi og er ekki skráð í gjörða-
bókina. Þó er ljóst, hvað rætt hefur verið. I lok fundargerðarinnar
segir: „Þessu næst var talað um á hvaða tíma haganlegast þætti að
halda þann aðalfund fyrir fjelag þetta, er fyr hefur verið minnst á að
halda þvrfti, og var ákveðinn einmánuður til þess eptir nánari
ákvæðum fjelagsstjórnarinnar og á Sauðárkrók.“ Þetta er sem * sé
undirbúningsfundur fyrir stofnun Kaupfélags Skagfirðinga. Þjóðólfur
birtir einnig frétt um það í janúar árið eftir, að Skagfirðingar ætli að
snúa sér til Zöllners með viðskipti sín næsta ár.
Síðasti fundur pöntunarfélagsins var haldinn 23. apríl 1889. Þar var
aðeins eitt mál á dagskrá, pöntunarfélagshúsið. V. Claessen stakk upp
á því, að það yrði skilið frá pöntunarfélaginu og hluteigendur í því
kysu sérstaka stjórn, sem gæti síðan ráðstafað húsinu. Þessi uppá-
stunga var samþykkt og kosin þriggja manna stjórn: Ólafur Briem,
Valgard Claessen, og Ólafur Sigurðsson í Ási. Húsfélagið hélt aðal-
fund 11. júní, og komu þar flestir fulltrúarnir. Félaginu voru sett lög í
10 greinum. Samkvæmt þeim var atkvæðisréttur bundinn við hluti,
en ekki einstakling eins og í lögum pöntunarfélagsins. Sama dag var
Kaupfélagi Skagfirðinga leigt hálft húsið að beiðni séra Zóphóníasar
Halldórssonar. Hinn helminginn falaði Pétur Pétursson á Gunn-
steinsstöðum til afnota fyrir Coghillsfélagið og fékk hann.
Næstu ár voru haldnir fundir í félaginu, sem eftir aðskilnaðinn var