Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 59

Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 59
GLÓÐAFEYKIR 59 að eiga hann að vini, enda margir, sem léttu honum lífið eftir að heilsa og kraftar voru þrotnir“. (St. Magn.). Ólafur kvæntist ekki né átti börn. Sigurbjöm Gunnlaugsson, fyrr bóndi á Bústöðum í Austurdal, lézt þ. 10. des. 1972. Hann var fæddur að Barði í Fljótum 26. apríl 1911. Var faðir hans Gunnlaugur Sigfússon, síðast bóndi að Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit, Dagssonar hreppstj. og bónda á Karlsstöðum í Ólafsfirði, Bjarnason- ar, en móðir Ólöf Sigurðardóttir, þá kaupakona á Barði. Sigurbjörn ólst upp með móður sinni og stjúpföður, Steinþóri Þor- steinssyni, en hún var seinni kona hans. Bjuggu þau í Héðinsfirði og síðar í Ólafsfirði. Fullorðinn maður bjó Sigurbjörn um nokkurt árabil í Hólkoti í Ólafsfirði, og var þá bústýra hans og sambýliskona Ólafía Pálsdóttir bónda á Brúarlandi í Deildardal, Þorgilssonar, og konu hans Guðfinnu Ástu Pálsdóttur bónda á Auðnum í Ólafsfirði, Jónssonar. Árið 1950 fóru þau búi sínu að Bústöðum og bjuggu þar til 1960, voru síðan eitt ár á Grindum í Deildardal, en hurfu eftir það til Sauðár- króks; var þá Sigurbjörn þrotinn að heilsu og rúmfastur og reis eigi síðan úr rekkju. Lá í heimahúsum unz Ólafía lézt árið 1969, en eftir það lengstum hjá fósturdóttur sinni, Bryndísi Þorbergsdóttur. Ólafía v'ar mikil dugnaðarkona og atorku, sem hún og átti kyn til, og annaðist Sigurbjörn af stakri fórnfýsi og prýði í hinum langvinnu veikindum hans. Þau áttu ekki börn saman, en ólu upp tvö fósturbörn, áður- nefnda Bryndísi, ættaða úr Ólafsfirði, og Anton Hjaltason, bróðurson Ólafíu. Son átti Sigurbjörn, Guðmund; hann er sjúklingur í Kópavogi. Saga Sigurbjarnar Gunnlaugssonar er eigi margþætt né stórbrotin. Hann mun aldrei hafa verið heill heilsu og bar útlit hans og fram- ganga þess jafnan nokkur merki, var og orðinn farlama maður áður en náð hafði fimmtugsaldri. ,,Þó \rar hann ávallt viðræðugóður, hress og hispurslaus í tali og fósturbörnum sínum var hann mjög góður og nærgætinn“. (Heim.: St. Magn.). Anna Einarsdóttir, húsfr. á Sauðárkróki, lézt þ. 3. marz 1973. Hún var fædd í Tumabrekku í Óslandshlíð 9. júní 1891. Voru foreldrar hennar Einar Jónsson, Kaprasíussonar, og kona hans Júlíana Jónsdóttir, ættuð vestan af Ströndum. Var Anna alsystir Ástvalds, sjá Glóðaf. 1969, 9. h. bls. 43. Anna ólst upp á ýmsum stöðum austan Héraðsvatna og hafði lítið af foreldrum sínum að segja; var um hríð hjá Sigurði Ólafssyni og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.