Glóðafeykir - 01.04.1979, Page 60
60
GLÓÐAFEYKIR
Margréti systur hans. en þau bjuggu nokkur ár um og fvrir aldamótin
í Langhúsum (nú Asgarður) í Viðvíkursveit. Kringum 1914 réðst hún
í vist til Stefáns bónda Sigurðssonar og konu
hans Hjörtínar Hannesdóttur á Þverá í
Blönduhlíð. Með þeim hjónunt og börnum
þeirra ólst upp Sigurður, sonur Stefáns, er
hann átti með Sigurlaugu Baldvinsdóttur,
áður en hann kvæntist Hjörtínu. Felldu þau
hugi saman er stundir liðu, Sigurður og
Anna, reistu bú að Rein í Hegranesi 1916 og
bjuggu þar 3 ár. Arið 1919 gengu þau í
hjónaband og fóru í húsmennsku að
Syðri-Hofdölum, bjuggu í Hjaltastaðakoti
(nú Grænamýri) í Blönduhlíð 1921-1922,
eftir það í húsmennsku í Merkigarði í
Tungusveit 1 ár, í Torfmýri í Blönduhlíð 1923-1925 og loks á Húsa-
bakka hinum ytri í Seyluhreppi önnur tvö ár; þaðan lá svo leiðin til
Sauðárkróks, og þar stóð heimili þeirra æ síðan.
Svo sem hér má sjá, voru þau Anna og Sigurður á sífelldum hrak-
hólum hinn fyrsta áratug sjálfsmennsku sinnar, enda sárfátæk þótt
hvorugt þeirra skorti dugnað. Og á Sauðárkróki var heldur eigi að
miklu að hverfa á þeim árum. Húsakynnin, sem fjölskyldan varð að
hírast í fyrstu árin, voru eigi háreist né glæsileg — og raunar eigi
íbúðarhæf. En þar var allt þrifið og fágað, svo sem léleg húsakynni
framast leyfðu, og snyrtimennska í allri umgengni. Þar var hlýtt og
gott að vera, höfðingslund og gestrisni húsráðenda meiri og einlægari
en í margri háreistri höll. Og smám saman gekk hagur þeirra hjóna
fram. Þau keyptu sér lítið hús. Þar komu þau sér vel fyrir og þar leið
þeim vel.
Þau eignuðust 4 sonu. Elztur var Kári, viðskiptafr., framkv.stj. í
Reykjavík, látinn fyrir allmörgum árum, Stefán skipstj. á Sauðárkr.,
dáinn 1966, Indriði, f. skipstj. í Reykjavík og Hreinn, forstj. á Sauðárkr.
Anna Einarsdóttir var góð meðalkona á vöxt og ágætlega á fót
komin. Hún var dökkhærð, móeygð, vel farin í andliti, fríðleikskona og
glæsileg á yngri árum. Hún var höfðingi í lund, hetja í raun, lét ekkert
á sig ganga, ekki fátækt framan af árum, ekki missi ástfólginna og
efnilegra sona á bezta skeiði, ekki heilsubrest á efri árum. Hún var
hamhleypa til allra verka, annáluð fyrir afköst við heyvinnu á yngri
árum, sívinnandi alla ævi og lærði aldrei að hlífa sjálfri sér. Hún var
mikil mannkostakona, trygglynd og vinföst, hljóðlát löngum og há-
Anna Einarsdóttir.