Glóðafeykir - 01.04.1979, Blaðsíða 62

Glóðafeykir - 01.04.1979, Blaðsíða 62
62 GLÓÐAFEYKIR Ragnarssyni húsgagnasmið og Ingimundur, bóndi í Ketu (nú bílstj. á Sauðárkr.), var kvæntur Baldvinu Asgrímsdóttur, en missti hana í broddi lífs (sjá Glóðaf. 1970, 11. h. bls. 64). Litla stúlku á öðru ári, Gyðu Pálsdóttur, tóku þau Ketuhjón í fóstur og ólu upp sem eigið barn; hefur hún framazt vel og nú um hríð verið ljósmóðir við stórt sjúkrahús í Svíþjóð. Árni í Ketu var meðalmaður á vöxt, stórskorinn nokkuð ásýndum en sviphreinn og festulegur. Hann var einstakur eljumaður, sívinn- andi alla ævi og mátti um hann segja flestum fremur, að honum félli aldrei verk úr hendi. Hann var greindur maður og bókhneigður, óvenju sjálfstæður í skoðunum, djarfmáll, einarður og hispurslaus. Hann var kirkjuvinur og kristindóms, en frjálslyndur og víðsýnn í trúarefnum, laut andanum en ekki bókstafnum. Árni var mætur maður og féll háaldraður með hreinan skjöld. Aðalbjörg Gísladóttir, bústýra í Miðhúsum í Blönduhlíð, lézt þ. 8. maí 1973. Hún var fædd að Minni-Ökrum í Blönduhlíð 10. marz 1899, dóttir Gísla bónda Þorfinnssonar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur; var hún alsystir Árna frá Miðhúsum, sjá Glóðaf. 1972, 13. h. bls, 54. Ársgömul fluttist Aðalbjörg með foreldr- um sínum að Miðhúsum. Þar ólst hún upp í foreldrahúsum í stórum og glaðværum syst- kinahópi, og þar átti hún heima alla ævi. Einn vetur var hún við hússtjórnarnám í Reykjavík, annars löngum heima þar í Mið- húsum, enda tengd föðurleifð sinni og frændgarði órofa böndum. Árið 1920 hóf hún þarbúrekstur meðjóni bróður sínurn, er elztur var þeirra Miðhúsabræðra, og var síðan lengstum innan stokks hjá honum, en hvorugt þeirra giftist né átti börn. Systurson sinn, Gísla Jónsson, síðar bónda í Miðhúsum, tók hún ársgamlan í fóstur 1927, er móðir hans lá banaleguna, og gekk honum í móðurstað. Þau systkinin, Aðalbjörg og Jón, bjuggu góðu búi í Miðhúsum, enda bæði vinnusöm og verkamikil. Gestrisni var frábær og systkinin samvalin og samhent um alla hluti. Þar var glaðværð og glettni lá í lofti, hlý og hávaðalaus, og þar leið öllum vel innan væggja. Begga í Miðhúsum, en svo var hún löngum nefnd, var í tæpu Aðalbjörg Gísladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.