Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 6
6
GLÓÐAFEYKIR
Ólafur Friðriksson, lauk gagnfræðaprófí frá Reykholtsskóla vorið
1971, innritast í Samvinnuskólann 1972, og útskrifaðist þaðan vorið
1974. Er síðan við framhaldsnám í Englandi í fjóra mánuði.
Það sama haust, ló.október 1974, gerist Ólafur kaupfélagsstjórihjá
Kaupfélagi Langnesinga á Þórshöfn. 1976 verður Ólafur kaupfélags-
stjóri á Kópaskeri og þaðan lá leiðin til Kaupfélags Skagfirðinga eins
og fyrr greinir.
Þessar línur bera með sér, að Ólafur Friðriksson, er rétt orðinn
myndugur þegar hann er ráðinn kaupfélagsstjóri á Þórshöfn.
Það sýnir í senn kjark og áræði að taka að sér svo ungur, jafn
ábyrgðarmikið starf, sem kaupfélagsstjórastarfið er.
Ólafur leysti starf sitt af hendi það vel, að eftir var tekið og til hans
hefur verið leitað um stjórn á stærri og umsvifameiri kaupfélögum.
Þessi staðreynd lýsir starfshæfni Ólafs Friðrikssonar betur en mörg
orð.
Kona Ólafs er Freyja Tryggvadóttir frá Þórshöfn, og eiga þau tvö
börn.
Glóðafeykir árnar þeim hjónum allra heilla í dvöl og starfi hjá
Skagfirðingum.
Gunnar Oddsson.