Glóðafeykir - 01.04.1984, Qupperneq 11

Glóðafeykir - 01.04.1984, Qupperneq 11
GLÓÐAFEYKIR 11 leiddi talið að þessu. „Ég á nóga peninga,” sagði gamla konan, „kaupfélagið sér um það!” „Kaupfélagið” át ég eftir skilningslaus. „Já, kaupfélagið,” endurtók gamla konan og hækkaði röddina. „Það er nýbúið að borga mér út stofnsjóðinn mannsins míns, og það ekki svo lítinn pening.” Af því að ég sagði ekkert, hélt gamla konan áfram: „Þú ert svo ung góða mín, að það er ekki von að þú vitir mikið um þessi mál. Kaupfélög eru starfrækt á þann hátt, að verði ágóði af rekstrinum, greiða þau arð til félagsmanna í svonefndan stofnsjóð sem geymist svo á vöxtum hjá félaginu. Hvað stofnsjóðurinn verður hár að krónutölu fer eftir viðskiptum viðkomandi félagsmanns við kaupfélagið, eftir því sem þau eru meiri, því hærri stofnsjóður. Við höfum alltaf verslað við kaupfélagið hérna og mikið lengst af því fjölskyldan var stór. Stofnsjóðurinn er svo borgaður út eftir settum reglum, t.d. þegar fólk er orðið gamalt, eins og ég, þess vegna fékk ég þessa peninga núna og þeir koma sér svo sannarlega vel. En það er eins og sumt fólk skilji það aldrei,” bætti gamla konan við, ,,að það borgar sig alltaf að versla við kaupfélag.” Eftir að heim kom fór ég að hugleiða það sem gamla konan hafði verið að segja mér um rekstur kaupfélaga, til viðbótar því litla sem ég hafði áður heyrt og lesið um sama efni. Kaupfélag er fyrirtæki sem rekur verslun og ýmiskonar þjónustustarfsemi eftir ástæðum, félagsmaður getur hver sá orðið sem er búsettur á félagssvæðinu og er fjárráða. Félagið kappkostar að útvega félagsmönnum góðar vörur með hagstæðum kjörum og einnig að taka til sölumeðferðar framleiðsluvörur félagsmanna, efla vöruvöndun og heilbrigða viðskiptahætti. Kaupfélag er ekki rekið í gróðaskyni, heldur með hag fólksins fyrir augum, þar er fullkomið lýðræðisskipulag þar sem allir hafa aðeins eitt atkvæði og þar-með jafnan rétt án tillits til efnahags eða mannvirðinga. I kaupfélagi er fjármagnið þjónn fólksins og óskiptanlegar eignir félagsins verða aldrei færðar brott úr því héraði þar sem eignanna var aflað, þær koma því fólkinu til góða á viðkomandi félagssvæði og fullyrða má að öflugt kaupfélag er besta tryggingin fyrir farsæld einstakra byggðarlaga á landinu. Verði hagnaður af rekstri kaupfélagsins fá félagsmenn greiddan arð í hlutfalli við magn viðskipta, stundum beint í viðskiptareikning, en þó oftast í svonefndan stofnsjóð, sem verður séreign félagsmanna hjá kaupfélaginu og er þar á vöxtum, á sama hátt og innistæða í banka. Stofnsjóðurinn er svo borgaður út eftir ákveðnum reglum og við vissar aðstæður, t.d. við andlát, brottflutning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.