Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 14

Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 14
14 GLÓÐAFEYKIR styðjum hverjir annan; plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann. Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman. (M.J.) 3. verðlaun Guðrún Halldóra Björnsdóttir Árið 1882 var hart í ári, öll verslun var í höndum misjafnra kaupmanna sem margir hugsuðu um það eitt að hagnast sem mest á viðskiptavinunum, með öðrum orðum að selja sína vöru á sem hæstu verði en gefa sem minnst fyrir afurðir landsmanna og voru þess jafnvel dæmi að verðið væri ekki það sama, hver sem átti í hlut. Til að breyta þessum verslunarháttum urðu kaupfélögin til. Þau voru upphaflega stofnuð til að vera stoð almennings í lífsbaráttunni. Þau áttu að brjóta niður viðskiptahlekki og finna sannvirði í viðskiptum og virkja mátt hinna mörgu til að bæta hag félagsmanna og annarra sem af þessu starfi kaupfélaganna gætu notið góðs. Og enn í dag starfa kaupfélögin á þessum grundvelli. Þau annast enn sem fyrr viðskipti og verslun og auk þess margskonar vinnslu og sölu afurða og hafa með höndum margskonar þjónustu í þágu félagsmanna. Þau eru því í mörgum byggðarlögum stór þáttur í atvinnulífinu, til dæmis hér á Sauðárkróki rekur kaupfélagið mörg fyrirtæki sem veita atvinnu og stuðla þar með að betri hag bæjabúa og einnig bæjarins í heild, til dæmis er hér sláturhús, kjötvinnsla, sængurgerð, verkstæði ýmiskonar auk allrar verlsunar sem þar rekur víðsvegar um bæinn. Einnig í sveitum koma kaupfélögin við sögu, þar leggja bændur inn afurðir sínar og þar fá þeir sínar rekstrarvörur, einnig hafa kaupfélögin verið bændum'hjálpleg með aðstoð við að fjármagna ýmsar framkvæmdir á jörðum sínum svo segja má að fáir eða jafnvel engir hafa stuðlað jafn

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.