Glóðafeykir - 01.04.1984, Síða 15

Glóðafeykir - 01.04.1984, Síða 15
GLÓÐAFEYKIR 15 mikið að uppbyggingu og framförum í landinu eins og kaupfélögin. í kaupfélögunum er réttur allra jafn, það er að hver maður hefur eitt atkvæði án tillits til þess hvort hann er fátækur eða ríkur. Skilyrði fyrir inngöngu eru aðeins þau að viðkomandi hafi náð 15 ára aldri. Allir félagsmenn hafa rétt til að sitja fundi félagsins sem haldnir eru árlega í hverri deild, en félagssvæðinu er skipt í deildir og er oftast hvert sveitarfélag ein deild. Á deildarfundina kemur kaupfélagsstjórinn og segir frá rekstri og starfsemi félagsins og þar gefst félagsmönnum kostur á að láta í ljós álit sitt og hugmyndir um störf félagsins. Á deildarfundum eru einnig valdir fulltrúar til að sitja aðalfundi félagsins og þar eru líka valdir deildarstjórar sem eru nokkurskonar tengiliðir í starfseminni, til dæmis í sveitum hafa deildarstjórarnir það með höndum að skipuleggja sauðfjárslátrun á haustin, hverjir eiga að slátra hvern dag, hvað mikið í einu og svo framvegis. Mörg kaupfélög hafa látið menningamál til sín taka og hafa í því augnamiði stofnað ýmsa sjóði er veita styrki til ýmissa félaga og einstaklinga er vinna að þeim málum. í sumum kaupfélögum eru innlánsdeildir þar sem fólk getur ávaxtað sparifé sitt með sömu kjörum og í bönkum. Margt hefur breyst síðan nokkrir bændur komu saman austur í Þingeyjasýslu og stofnuðu fyrsta kaupfélagið. Þá hefur það sannast að samtakamáttur hinna mörgu er það, sem best dugar þegar takast þarf á við erfiðleikana. Það er eins og með mennina sem voru að velta steininum, einn gat ekki neitt en þegar allir lögðust á eitt gekk verkið vel. Þannig hafa kaupfélögin starfað og þannig ætluðust stofnendur þeirra til að þau störfuðu til hagsbóta fyrir alla landsmenn.

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.