Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 16

Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 16
16 GLÓÐAFEYKIR Vísnaþáttur Sigurður í Krossanesi er fæddur í Hamarsgerði í Lýtingsstaðahreppi. hinn 6. júlí 1905, sonur hjónanna Sigríðar Hallgrímsdóttur og Óskars Þorsteinssonar. Sigurður hóf búskap í Krossanesi í Vallhólmi vorið 1934 og hefur búið þar æ síðan. Kona hans er Ólöf Jóhannsdóttir frá Löngumýri. Sigga í Krossanesi þekkja flestir Skagfirðingar. Maðurinn er eftirminnilegur fyrir margra hluta sakir, léttur í lundu, grínisti góður, hestamaður ágætur og hagorður vel. Skagfirðingur að eðli og allri gerð. Sigurður var tregur í taumi er ég fór þess á leit, að hann léti Glóðafeyki í té stökur til birtingar. Þó tókst að herja út þær, sem hér birtast. Þessar vísur gefa raunar nokkuð einhæfa mynd af vísnagerð hans, hesta- og veðurfarsvísur. En Sigurður hefur, sem kunnugt er, slegið ýmsa strengi í vísnamálum og á sitthvað í pokahorninu, sem ekki er gefið falt að sinm. Kveðið eftir Stóra Blesa. Hinumegin hinkrar eftir mér hesturinn með tygjum rauðblesótti. Dauðan mig á bakinu hann ber, á brattann fast í lífinu hann sótti. Vormorgunn. Ég söðla minn hest og sest á bak, sólin rís, það er að morgna. Sem bergmál er hestsins hófatak í háaloftunum vængjablak. Döggvota grasið í dalnum er tekið að þorna. Vorvísa. Það er bjart yfir bænum, blóm undir húsveggnum grær í sólskini og sunnanblænum, sumarið kom í gær.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.