Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 17

Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 17
GLÓÐAFEYKIR 17 Vetrarkvöld. Nú er vetrar koldimmt kvöld krapi sest á glugga. Hörð eru löngum veðravöld víst er margt að ugga. A heimleið. Fljót er nóttin dag að deyfa dimma færist yfir geim. Undir Blesa skröltir skeifa, skyldi hún ekki tolla heim. Á hestbaki. Heyrist Sörla hófasláttur hljóma vítt um íjallastig. Þá er eins og andardráttur æðri valda fari um mig. Leið ógreiðfær en vinnst þó vel valinn reiðarmarinn. Röskur skeiðar móa og mel, í myrkri er heiðin farin. Áfram ríð ég alltaf hress engum kvíði baga. Blakksins fríða sæll í sess sé ég líða daga. Ég sit á þér sumar og vetur og sæll er í þeirri trú. Að enginn góðhestur getur gefið meira en þú. I ferskum æðum fjörið brann freyddi í gæðings munni. Yfir flæði æða vann ekkert hræðast kunni.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.