Glóðafeykir - 01.04.1984, Qupperneq 26

Glóðafeykir - 01.04.1984, Qupperneq 26
26 GLÓÐAFEYKIR um Helga Rafn. Hann var góður félagi, sem gott var að starfa með; samstarf við hann var ætíð gott á stjórnarfundum, skýrslur hans allar og málflutningar einkenndust af skýrleika og góðum skilningi, framsögn hans öll var skilmerkileg og greindarleg. Helgi Rafn var framfarasinnaður og vildi hag og heiður Kaupfélags Skagfirðinga í hvívetna. Hann hafði forystu um ýmislegt, sem til framfara horfði fyrir félagið, og átti þátt í ýmsum framkvæmdum á þess vegum. Má þar til nefna, að hann átti mikinn hlut að því máli að byrjað var á að koma upp verslunarhúsi og aðalstöðvum kaupfélagsins í nýju stórhýsi, sem nú er í smíðum. Þá skal þess og getið, að nú standa yfir miklar endurbætur og stækkun á húsakynnum og vélakosti Fiskiðju Sauðárkróks. Fleira mætti nefna, þótt fleira verði eigi greint hér. Helgi Rafn var gæddur andlegum hæfileikum í besta lagi. Hann var líkamlega vel á sig kominn og hafði til að bera hlýlegt viðmót og geðþekka framkomu. Hann var mikill atorkumaður, málafylgju- maður góður oft og einatt, er á þurfti að halda, og gat verið þungur á bárunni. Að mínum dómi hafði hann til að bera farsæla hæfileika í starfi sínu sem kaupfélagsstjóri, og tel ég félagið eiga mikils í að missa við sviplegt fráfall hans. Eftirlifandi kona Helga Rafns er Inga Valdís Tómasdóttir, sem hann kvæntist árið 1957. Hún er dóttir hjónanna Tómasar Sigvaldasonar loftskeytamanns í Reykjavík og Magneu D. Sigurðardóttur, og er hún hin mætasta kona, enda hefir hjónaband þeirra Helga og Ingu verið farsælt og gott. Þeim varð 5 barna auðið, og eru þau eftirtalin: Trausti Jóel, f. 21. okt. 1958, Rannveig Lilja, f. 6. mars 1960, Tómas Dagur, f. 26. okt. 1961, Guðrún Fanney,f. 28. nóv. 1963, og Hjördís Anna, f. 8. ág. 1966. Þungur harmur er nú kveðinn að fjölskyldunni, og vil ég votta því mæta fólki djúpa samúð mína. Og Helga Rafni vil ég af alhug þakka dýrmæt störf hans fyrir K.S. og mun þeirra lengi verða minnst að verðleikum í héraðinu. Útför Helga Rafns Traustasonar fór fram frá Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 5. janúar 1982, að viðstöddu miklu fjölmenni, og var hún kostuð af Kaupfélagi Skagfirðinga í virðingar- og þakkarskyni við hinn látna. Jóhann Salberg Guðmundsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.