Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 33

Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 33
GLÓÐAFEYKIR 33 Úr Leirgerði Framhald Ekki var frítt um að Jóni Bakkaskáldi væri sprekað til með selinn er hann drap haustið það, sem fyrr er frá sagt. Var teiknuð mynd ein mikil af Jóni, þar sem hann sést vera að koma að dyrum sýslufundar og dregur á eftir sér firnastóran sel, en sekrateri gengur á eftir selnum með fundarbókina undir hendinni. Var myndin dregin að tilhlutun sekratera og setti hann eftirfarandi vísur neðanundir: Kominn er Jón með káta lund. Karl í besta lagi. Siglir inn á sýslufund, með sel í eftirdragi. Flestir munu hafa haft heldur minna nesti. Enda rífur hann upp á kraft í sig spik og þvesti. Jón lét setja myndina í ramma undir gleri og orti svo til sekratera: Vildi ég úr kvæðakútnum komast nú og heilsa þér. Yta til þín óðarkútnum orðsnilld þó að förlist mér. Þú átt hjá mér vistir veiga vinarbros og hlýjuorð. Þína skál við skulum teiga skötnum hjá við alsett borð. Ég er þreyttur orðinn vinur erfíðan við seladrátt. Byssuburð og brotsjóshrinur bjarga undan, til þarf mátt.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.