Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 35

Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 35
GLÓÐAFEYKIR 35 Jón er ætíð hress og hýr, hefir ei kæti varnað. Ungar sætur ekki flýr. Ennþá gæti hann barnað. Þessu svaraði Bakkaskáld þannig: Ennþá ég á Bakka bý brims við urg og flæði. Hlusta stormsins hörpugný harms og dularkvæði. Langt er floginn æfl örn. Arum straumar fleyja. En hvort ég fer að byggja upp börn brögnum ei vil segja. Stefán vinur vors með glóð vekur strengja fögur hljóð. Kyndir hugans kynngiglóð. um kossa vín og ástheit fljóð. Skömmu fyrir lok sýslufundar, fór að heyrast á sumum sýslunefndarmönnum, að þeir væru farnir að gerast heimfúsir. Orti þá Jón á Hofí, sýslunefndarmaður Hofshrepps eftirfarandi til Jóns Bakkaskálds, og er þar ýmislegt upptalið af þeim kostum, er honum þykir nafni sinn hafa til brunns að bera: Fuglinn syngur bí, bí, bí, byrjaður Jón að hlakka. Heimfús reikar hugur í hjónarúm á Bakka. Ekki get ég gert að því - gamanið læt því flakka- Þó neisti lifí ennþá í öldungum á Bakka.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.