Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 36

Glóðafeykir - 01.04.1984, Page 36
36 GLÓÐAFEYKIR Skeleggur við skálagný skeytin lætur flakka. Enginn skyldi þreyta því þjór við Jón á Bakka. Ljóðasmíðið líkt og mý leggur hann í stakka. Útgáfan er ekki ný alla tíð á Bakka. Glaðlyndur í geði frí guðaveig að smakka. Sest því aldrei sorgarský að siklingum á Bakka. Kveða mætti kvæðin hlý kíló þungan pakka. Fremd hans reynist forn og ný fram að grafarbakka. Þessu svaraði Jón þannig: Eftir setu á sýslufund sólin vors mun skína. Fríðri þinni faldahrund færðu kveðju mína. Hún er út af engum glóp orðfær vel hjá lýði og af kvenna heilum hóp héraðsbúaprýði. Framhald.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.