Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 37

Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 37
GLÓÐAFEYKIR 37 Fallnir félagar Ingvar Jónsson, bóndi,á Hóli í Tungusveit lést 13.nóv. 1974. Hann var fæddur að Hóli 27. september 1894 og átti þar heima alla ævi. Foreldrar: Jón bóndi á Hóli Jónsson, bónda á Irafelli í Svartárdal, Ásmundssonar bónda þar, Ásmundssonar, og kona hans Margrét Björnsdóttir síðast bónda í Kolgröf á Efribyggð, Gottskálks- sonar, en kona Björns í Kolgröfvar Jóhanna Jóhannsdóttir. Ingvar óx upp með foreldrum sínum þar á Hóli. Var faðir hans traustur höldur og forsjáll bóndi, safnaði fyrningum, þótt Hóll teldist eigi heyskaparjörð í þá daga, og hjálpaði nágrönnum sínum um hey, er harðindi surfu að. Hans missti við snemma árs 1911, en ekkjan bjó áfram með aðstoð sonar þeirra hjóna til 1917. Haustið 1911 hóf Ingvar nám í Hvítárbakkaskóla og var þar í tvo vetur. Nýttist honum námið vel og reyndist honum farsælt vegarnesti á langri leið. Árið 1916 fór hann að búa á Hóli, tók alfarið við föðurleifð sinni á næsta ári og bjó þar samfleytt alla stund síðan, þótt sonur hans væri fyrir nokkru tekinn við mestum umsvifum. Ingvar var ágætur bóndi, svo sem verið hafði faðir hans og þeir ættmenn fleiri, kostaði kapps um að fara vel með allar skepnur og hafa af þeim sem drýgstan arð. Hann var umbótamaður og ræktunar, reisti öll hús af grunni, færði út hið ræktaða land jarðarinnar meira og minna á hverju ári að kalla, studdi heilum huga hvers konar félagslega viðleitni til umbóta í búnaði. Ingvar var hlédrægur maður og vatt sér undan að gegna opinberum störfum sem frekast mátti, enda þótt mörgum væri betur fallinn til þeirra hluta. Hann komst þó ekki með öllu hjá að taka að sér trúnaðarstörf, var t.a.m. formaður Búnaðarfélags Lýtingsstaðahrepp um árabil, deildarstjóri Lýtingsstaðadeildar Kaupfélags Skagfirðinga nokkur ár, fulltrúi á aðalfundum félagsins um langt skeið. Ingvar Jónsson var tvíkvæntur. Árið 1917 kvæntist hann Mörtu Helgadóttur bónda á Ánastöðum Björnssonar og seinni konu hans Irtgvar Jónsson

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.