Glóðafeykir - 01.04.1984, Side 40
40
GLÓÐAFEYKIR
Guðný Hallgrímsdóttir hreppstjóra og bónda á Fremstafelli o.v.,
Ólafssonar, en kona Hallgríms og móðir Kristjönu var Sigríður
Jónsdóttir bónda á Veturliðastöðum, Bjarnasonar. Kona Friðfinns og
móðir Trausta var Guðrún Sigurðardóttir bónda á Draflastöðum í
Fnjóskadal, Þorsteinssonar frá Veisu (Illugastaðaætt). Voru þeir
systrasynir, Geirfinnur Trausti og Sigurður skólastjóri á Hólum, síðar
búnaðarmálastjóri. Var Trausti greindur maður og garpur mikill,
Kristjana hljóðlát gæðakona.
Friðbjörn ólst upp með foreldrum sínum og fyrst í Fremstafelli, þar
sem þau bjuggu 1885 - 1891, þá á Hálsi í
Fnjóskadal til 1893, er þau fóru búi sínu að
Garði í sömu sveit og sátu þá jörð til 1905. Á
/ því ári fluttist fjölskyldan vestur hingað að
___ . Hólum í Hjaltadal, öll nema yngsta barnið,
rp0 Sigurður, sem var í fóstri hjá frænda sínum,
Sigurði hreppstjóra á Halldórsstöðum í
Kinn. Tók Trausti við skólabúinu á Hólum.
Mun það hefa verið að ráði Sigurðar frænda
hans, er skipaður hafði verið skólastjóri
Æm bændaskólans 1902. Rak Trausti stórbú á
Friðbjörn Traustason staðnum til 1914, sleppti þá búi, fór árið eftir
að Hofi, næsta bæ, bjó þar til 1920, er
Friðbjörn tók við búi. Trausti lést 11/7 1921 (f. 18/5 1862), en
Kristjana, kona hans, dó 18/12 1925 (f. 2/1 1859).
Friðbjörn vann að búi foreldra sinna á Hólum og síðan á Hofi. Bjó á
Hofi 1920 - 1930, brá þá búi, hvarf aftur að Hólum, átti þar heima alla
stund síðan og löngum við Hóla kenndur, varð snemma samgróinn
staðnum og undi naumast annars staðar stundinni lengur.
Friðbjörn lauk búfræðiprófi frá Hólaskóla 1907. Naut eigi frekari
skólagöngu, en varð eigi að síður vel að sér um margt, enda fjölgefinn
og starfhæfur ágætlega, óvenju vandvirkur og skyldurækinn við
hvaðeina, sem við fékkst og á hvaða sviði sem var, hvort heldur var
skepnuhirðing eða skjalasýsl, einstakur snyrtimaður um allan frágang,
skrifaði skýra og fagra rithönd allt til efsta dags. Það var því eigi kyn
þótt til þess væri kjörinn af sveitungum og öðrum að inna af hendi
margvísleg störf í almanna þágu. Hann var hreppstjóri og
sýslunefndarmaður, svo sem verið hafði faðir hans, - hreppstjóri frá
1918 - 1930, er hann sagði af sér, sýslunefndarmaður 1932 - 1946 og
jafnframt endurskoðandi sýslureikninga, hreppsnefndarmaður og