Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 42

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 42
42 GLÓÐAFEYKIR léti sjá. Með honum og systursyni hans, Ingimar Jónssyni, skrifstofumanni hjá S.I.S. í Reykjavík, hafði jafnan verið mjög kært. Var það Friðbirni til mikillar gleði, er Ingimar flutti fyrir nokkrum árum til Sauðárkróks til þess að geta verið í námunda við frænda sinn og honum til ánægju og aðstoðar efstu árin. Upp frá því var Friðbjörn lengstum viðurloða á ellideild Héraðssjúkrahúss Skagfirðinga á Sauðárkróki. Friðbjörn á Hólum hafði mikið yndi af skepnum, einkum þó sauðfé, enda fjármaður ágætur. í skemmtilegu viðtali í 15. h. Glóðaf. 1975 segir hann m.a.: ’En bóndinn var alltaf nokkuð ríkur í mér, svo að ég átti bágt með að neita mér um að umgangast skepnur. Ég átti því oftast þetta 25 - 30 kindur og 2 - 3 hross, heyjaði fyrir þessu á sumrin og hirti að vetrinum. Það var mikil sálubót’. Friðbjörn Traustason var fríður maður sýnum, í hærra lagi, herðabreiður og miðmjór, íturvaxinn. Hann var glímumaður á yngri árum og ágætlega íþróttum búinn, göngugarpur og léttur í spori fram á elliár.Hann var vel verki farinn og kappsmaður við alla vinnu. Friðbjörn var prýðilega greindur og fjölgefinn, unni hljómlist og söng flestu fremur. Prúðmennska hans og snyrtimennska, jafnt í klæðaburði sem öllum athöfnum, skyldurækni og óbrigðull heiðarleiki, frjálsmannleg framkoma og meðfædd reisn, - þetta voru þeir eiginleikar hver fyrir sig og allir saman, sem einkenndu manninn mest. Sigurður Dagbjartur Helgason, verkamaður á Sauðárkróki, lést 18. janúar 1975. Hann var fæddur í Garðshorni á Höfðaströnd 9. nóvember 1893, sonur Helga bónda þar o.v. Péturssonar bónda að Fjalli í Sléttuhlíð, Sigmundssonar bónda á Ljótsstöðum á Höfðaströnd, Eyjólfssonar, og konu hans Margrétar Sigurðardóttur bónda í Garðshorni, Stefánssonar bónda að Nýlendi á Höfðaströnd, Þorbergssonar bónda í Eyhildarholti, Dagssonar. Kona Péturs og móðir Margrétar eldri var Guðbjörg Pétursdóttir bónda á Höfða Sveinssonar, er á sínum tíma var í lífverði Jörundar hundadagakóngs (S.Ó.). Sigurður í Garðshorni var snjall hagyrðingur en þótti níðskældinn nokkuð svo, flugu stökur hans víða, var og Margrét dóttir hans hagmælt vel, en flíkaði lítt. Sigurður Helgason var elstur sjö systkina, er upp komust. Óx hann upp með foreldrum sínum fram yfir tvítugsaldur, fyrst í Garðshorni til 1898, þá á Hofi til 1901, á Spáná í Unadal 1 ár, á Geirmundarhóli í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.