Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 44

Glóðafeykir - 01.04.1984, Blaðsíða 44
44 GLÓÐAFEYKIR Staðarbakka, Bjarnasonar bónda í Djúpadal, Eiríkssonar hreppstjóra þar, Bjarnasonar. Var sr. Eiríkur á Staðarbakka albróðir Hannesar prests og skálds á Ríp. Hannes Þorláksson, faðir Sigríðar í Djúpadal, móður Stefáns, var albróðir Guðmundar cand. mag. og Gísla hreppstjóra á Hjalta- stöðum og síðan á Frostastöðum, og hjá þeim hjónum var Sigríður að mestu alin upp, en kona Gísla hreppstjóra var Sigríður Magnúsdóttir bónda á Stóru-Seylu Magnús- sonar prests í Glaumbæ, Magnússonar, og konu hans Maríu Hannesdóttur prests á Ríp, Bjamasonar í Djúpadal. Kona Hannesar í Axlarhaga og móðir Sigríðar í Djúpadal var Ingibjörg Þorleifsdóttir, bónda á Botna- stöðum í Svartárdal vestur, Þorleifssonar ríka hreppstjóra í Stóradal, Þorkelssonar. Kona Þorleifs yrigra og móðir Ingibjargar var Ingibjörg Magnúsdóttir prests í Glaumbæ, Magnússonar, og Sigríðar Halldórsdóttur Vídalín. Stefán óx upp í foreldragarði. Stundaði nám í Eiðaskóla 1920- 1921 og lauk prófí þaðan. Að lokinni Eiðadvöl hélt Stefán kyrru fyrir heima þar í Djúpadal til 1925, en brá sér þá vestur um haf við fjórða mann og voru allir ungir Skagfirðingar. Allir komu þeir aftur, einn um hæl, annar að ári liðnu, sá þriðji eftir 5 ár, en Stefán þraukaði vestra rúm 30 ár, kom þó einu sinni heim, en hvarf aftur eftir skamma hríð. Stefán undi sér að mörgu leyti vel í Kanada. Hann átti þar fjölda náinna skyldmenna og eignaðist fjölda vina, enda maðurinn þannig gerður, að allir samferðamenn hlutu að bera til hans hlýjan hug. Og eigi skorti ævintýrin - en ævintýraþrá mun að nokkru hafa valdið vesturför hans í öndverðu. Þar vestra fékkst hann við margt. Fyrst vann hann á veguirT frænda síns eins, einnig hjá alnafna sínum og frænda, Stefáni Eiríkssyni, bróður Jóhönnu á Höskuldsstöðum (sjá um hana í 7. h. Glóðaf. 1967, bls. 33) og þá við byggingastörf í Winnepeg að sumrinu, en bústörf úti í sveit að vetrinum. „Tók þátt í hundasleðaflutningum, hafnar- og vitabyggingum norður við Hudsonflóa og komst þar m.a. í kynni við Indíána og Eskimóa. Þá réðst hann til starfa í gullnámu og hafði sú vist nálega kostað hann lífið. í námunni varð sprenging. Missti Stefán þá annað eyrað og annað augað auk ýmissa frekari áfalla og lá lengi á sjúkrahúsi milli heims og helju. Virtist nú um hríð sem ekki yrði lengra haildið á Stefán Eiríksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.